Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   mán 03. júní 2024 00:00
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ísak Snær: Ég hef verið í basli í byrjun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel. Mjög góð frammistaða og góður varnarleikur. Hefði getað verið betri sóknarleikurinn en maður er sáttur með stiginn." Segir Ísak Snær Þorvaldsson eftir 2-0 sigur Breiðabliks á HK.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Breiðablik

Ísak Snær var bæði með mark og stoðsendingu í dag og stóð sig heilt yfir með prýði í dag en það hefur verið stígandi í hans frammistöðu upp á síðkastið.

„Ég hef verið í basli í byrjun og hef bara verið að komast í gang. Ég er mjög sáttur með mína frammistöðu og liðsins og það er mjög sætt að ná sigrinum"

Breiðablik hefur oft verið í erfiðleikum að spila við HK en það var ekki uppi á teningnum í dag og var sigurinn í raun ekki í neinni hættu.

„Hugarfarið var það að við spilum vel í Víkingsleiknum og planið var að koma með sama hugarfar inn í þennan leik og það gekk í dag. Við vorum grimmir og flottir og það skilaði sér.

Ísak kom aftur í Breiðablik fyrir tímabilið og segist fýla sig vel.

„Það er alltaf sætt að koma heim og er bara mjög ánægður. Ég hef ekki verið þannig séð sáttur við mína frammistöðu. Ég hef verið stígandi og er að koma mér í form. Ég byrjaði bara að æfa fótbolta þegar ég mætti hingað fyrir leikinn gegn Vestra. Ég er að komast hægt og rólega inn í þetta. Við viljum vera á toppnum alltaf en að vera þremur stigum á eftir þessu Víkingsliði er gott og sterkt."
Athugasemdir
banner
banner