Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 03. júlí 2020 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir Guðjóns: Þurfum að átta okkur á stöðunni
Valur hefur tapað fyrstu tveimur heimaleikjum sínum.
Valur hefur tapað fyrstu tveimur heimaleikjum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir 4-1 tap gegn ÍA á heimavelli í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Liðinu sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í flestum spám hefur núna tapað fyrstu tveimur heimaleikjum sínum og er með sex stig eftir fjóra leiki.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 ÍA

„Í þessum leik þarf að leggja á sig ákveðna grunnvinnu og við vorum ekki klárir þegar leikurinn byrjaði. Við gáfum klaufalegt mark í byrjun og eftir það versnaði þetta. Þegar þú færð á þig fjögur mörk eru ekki miklar líkur á því að þú sért að vinna fótboltaleiki," sagði Heimir eftir leikinn.

„ÍA hefur sýnt það í þessum leikjum sem þeir hafa spilað að þeir eru með öflugt lið með fríska stráka, sérstaklega fram á við. Þeir komu hérna og þorðu að spila góðan fótbolta."

„Auðvitað eigum við að vinna á heimavelli. Við þurfum að átta okkur stöðunni að við erum búnir að spila tvo heimaleiki og tapa þeim báðum. Við þurfum að fara í grunninn aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner