Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   sun 03. júlí 2022 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carvalho fetar í fótspor Gerrard

Fabio Carvalho er formlega genginn til liðs við Liverpool en þessi 19 ára gamli leikmaður kemur frá Fulham.


Hann var við það að ganga til liðs við Liverpool í janúar en félagsskiptin gengu ekki í gegn fyrir lok gluggans.

Félagsskiptin voru hins vegar staðfest í maí og hann gekk formlega til liðs við félagsins í dag eftir að félagsskiptaglugginn opnaði.

Hann mun spila í treyju númer 28 en Liverpool goðsögnin Steven Gerrard hóf feril sinn hjá félaginu í treyju númer 28.

Harvey Elliott skipti um númer í gær en hann hefur leikið í treyju númer 67 en mun leika í treyju númer 19 á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner