Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   þri 03. ágúst 2021 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir Eyþórs: Ég eiginlega skil ekki hvernig
Ásgeir í baráttunni í kvöld
Ásgeir í baráttunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög svekktur, þetta var leikur sem mér fannst við alltaf eiga að vinna. Við vorum að spila töluvert betur en við höfum gert í síðustu leikjum og fengum góð færi í dag en náðum bara ekki að troða honum inn," sagði Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis, eftir jafntefli gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Leiknir R.

Fylkir var búið að tapa síðustu tveimur leikjum gegn KR og FH. Þá tapaði liðið gegn Leikni í fyrri umferðinni.

„Mér fannst við svara ágætlega síðustu leikjum, það var búið að vera létt bras á okkur. Við þurftum að svara ýmsu, gerðum það ágætlega út á velli en náðum ekki að skora."

Hvernig fóruð þið að því að skora ekki?

„Það er frábær spurning, ég veit það ekki. Við skutum svolítið markmanninn þeirra í gang, hann var mjög góður. Þetta datt ekki með okkur í dag, eins og stundum."

Fannst þér þið eiga að fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks?

„Já, mér fannst við klárlega eiga að fá vítaspyrnu. Ég eiginlega skil ekki hvernig... mér fannst hann (dómarinn) svo vel staðsettur. Allavega fyrir mér leit þetta út fyrir að vera pjúra víti."

En rauða spjalds dómurinn í lokin, fannst þér þetta vera réttur dómur?

„Nei, mér heyrðist menn vera búnir að sjá þetta aftur og voru ekki sáttir með þetta. Ég sá þetta mjög illa, maður var bara að keyra til baka. Daði var ekki sammála þessu allavegana, ég á eftir að sjá þetta aftur," sagði Ásgeir.

Nánar var rætt við Ásgeir og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner