Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   þri 03. ágúst 2021 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir Eyþórs: Ég eiginlega skil ekki hvernig
Ásgeir í baráttunni í kvöld
Ásgeir í baráttunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög svekktur, þetta var leikur sem mér fannst við alltaf eiga að vinna. Við vorum að spila töluvert betur en við höfum gert í síðustu leikjum og fengum góð færi í dag en náðum bara ekki að troða honum inn," sagði Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis, eftir jafntefli gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Leiknir R.

Fylkir var búið að tapa síðustu tveimur leikjum gegn KR og FH. Þá tapaði liðið gegn Leikni í fyrri umferðinni.

„Mér fannst við svara ágætlega síðustu leikjum, það var búið að vera létt bras á okkur. Við þurftum að svara ýmsu, gerðum það ágætlega út á velli en náðum ekki að skora."

Hvernig fóruð þið að því að skora ekki?

„Það er frábær spurning, ég veit það ekki. Við skutum svolítið markmanninn þeirra í gang, hann var mjög góður. Þetta datt ekki með okkur í dag, eins og stundum."

Fannst þér þið eiga að fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks?

„Já, mér fannst við klárlega eiga að fá vítaspyrnu. Ég eiginlega skil ekki hvernig... mér fannst hann (dómarinn) svo vel staðsettur. Allavega fyrir mér leit þetta út fyrir að vera pjúra víti."

En rauða spjalds dómurinn í lokin, fannst þér þetta vera réttur dómur?

„Nei, mér heyrðist menn vera búnir að sjá þetta aftur og voru ekki sáttir með þetta. Ég sá þetta mjög illa, maður var bara að keyra til baka. Daði var ekki sammála þessu allavegana, ég á eftir að sjá þetta aftur," sagði Ásgeir.

Nánar var rætt við Ásgeir og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner