Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 03. ágúst 2021 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir Eyþórs: Ég eiginlega skil ekki hvernig
Ásgeir í baráttunni í kvöld
Ásgeir í baráttunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög svekktur, þetta var leikur sem mér fannst við alltaf eiga að vinna. Við vorum að spila töluvert betur en við höfum gert í síðustu leikjum og fengum góð færi í dag en náðum bara ekki að troða honum inn," sagði Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis, eftir jafntefli gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Leiknir R.

Fylkir var búið að tapa síðustu tveimur leikjum gegn KR og FH. Þá tapaði liðið gegn Leikni í fyrri umferðinni.

„Mér fannst við svara ágætlega síðustu leikjum, það var búið að vera létt bras á okkur. Við þurftum að svara ýmsu, gerðum það ágætlega út á velli en náðum ekki að skora."

Hvernig fóruð þið að því að skora ekki?

„Það er frábær spurning, ég veit það ekki. Við skutum svolítið markmanninn þeirra í gang, hann var mjög góður. Þetta datt ekki með okkur í dag, eins og stundum."

Fannst þér þið eiga að fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks?

„Já, mér fannst við klárlega eiga að fá vítaspyrnu. Ég eiginlega skil ekki hvernig... mér fannst hann (dómarinn) svo vel staðsettur. Allavega fyrir mér leit þetta út fyrir að vera pjúra víti."

En rauða spjalds dómurinn í lokin, fannst þér þetta vera réttur dómur?

„Nei, mér heyrðist menn vera búnir að sjá þetta aftur og voru ekki sáttir með þetta. Ég sá þetta mjög illa, maður var bara að keyra til baka. Daði var ekki sammála þessu allavegana, ég á eftir að sjá þetta aftur," sagði Ásgeir.

Nánar var rætt við Ásgeir og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner