Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 03. ágúst 2021 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir Eyþórs: Ég eiginlega skil ekki hvernig
Ásgeir í baráttunni í kvöld
Ásgeir í baráttunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög svekktur, þetta var leikur sem mér fannst við alltaf eiga að vinna. Við vorum að spila töluvert betur en við höfum gert í síðustu leikjum og fengum góð færi í dag en náðum bara ekki að troða honum inn," sagði Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis, eftir jafntefli gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Leiknir R.

Fylkir var búið að tapa síðustu tveimur leikjum gegn KR og FH. Þá tapaði liðið gegn Leikni í fyrri umferðinni.

„Mér fannst við svara ágætlega síðustu leikjum, það var búið að vera létt bras á okkur. Við þurftum að svara ýmsu, gerðum það ágætlega út á velli en náðum ekki að skora."

Hvernig fóruð þið að því að skora ekki?

„Það er frábær spurning, ég veit það ekki. Við skutum svolítið markmanninn þeirra í gang, hann var mjög góður. Þetta datt ekki með okkur í dag, eins og stundum."

Fannst þér þið eiga að fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks?

„Já, mér fannst við klárlega eiga að fá vítaspyrnu. Ég eiginlega skil ekki hvernig... mér fannst hann (dómarinn) svo vel staðsettur. Allavega fyrir mér leit þetta út fyrir að vera pjúra víti."

En rauða spjalds dómurinn í lokin, fannst þér þetta vera réttur dómur?

„Nei, mér heyrðist menn vera búnir að sjá þetta aftur og voru ekki sáttir með þetta. Ég sá þetta mjög illa, maður var bara að keyra til baka. Daði var ekki sammála þessu allavegana, ég á eftir að sjá þetta aftur," sagði Ásgeir.

Nánar var rætt við Ásgeir og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner