Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. ágúst 2021 23:10
Brynjar Ingi Erluson
„Það stíga allir upp þegar þú ert að æfa með svona gæja"
Ragnar Sigurðsson var á bekknum hjá Fylki í kvöld
Ragnar Sigurðsson var á bekknum hjá Fylki í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson var á bekknum hjá Fylki í markalausa jafnteflinu gegn Leikni R. í Pepsi Max-deildinni í kvöld en hann gekk til liðs við uppeldisfélagið á dögunum og gæti fengið mínútur í næstu leikjum.

Miðvörðurinn knái samdi við Fylki fyrir tæpum tveimur vikum síðar eftir magnaðan feril erlendis. Hann hefur verið hjartað í vörn íslenska landsliðsins síðasta áratuginn eða svo átt stóran þátt í árangri þess.

Hann hefur verið að æfa vel með Fylkismönnum og var í hópnum í kvöld en það er óljóst hvenær hann mun spila með liðinu. Eitt er þó víst að hann hefur mikil og góð áhrif á hópinn.

„Það kemur í ljós. Hann er að koma hægt og rólega inn í þetta eftir að hafa ekki spilað fótbolta í smá tíma. Hann gefur okkur svo mikið inn á æfingasvæðinu og núna erum við að halda hreinu í fyrsta skipti í ansi langan tíma og kannski eru það áhrifin sem Raggi kemur með inn í hópinn," sagði Ólafur Stígsson við Fótbolta.net í kvöld.

Ólafur þekkir það vel hvernig það er að æfa og spila með gæðamiklum leikmönnum. Hann upplifði það þegar hann spilaði með Arnóri Guðjohnsen hjá Val undir lok tíunda áratugarins.

„Eflaust. Það stíga allir upp þegar þú ert að æfa með svona gæja, maður þekkir það sjálfur þegar maður æfði með Arnóri Guðjohnsen á sínum tíma. Það lyftir þessu öllu upp," sagði hann ennfremur.
Óli Stígs: Það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni
Athugasemdir
banner
banner
banner