Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
   sun 03. ágúst 2025 19:57
Brynjar Óli Ágústsson
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Auðvitað vonbrigði að vinna ekki á heimavelli en kannski aðal vonbrigðin voru þau að við skoruðum í fyrri hálfleik þá jafna þeir strax. Svo gerist það sama eftir að við komust yfir í seinni hálfleik,'' Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli gegn Víking í 17. umferð Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Víkingur R.

„Við þurfum að vera betri í að halda í forystu. Á móti kemur að Víkings liði er gæða lið og þeir þurfa ekki mörg færi til þess að refsa liðum. Við spiluðum gegn Val í seinustu umferð og Víking núna og þetta voru framfarir frá því. Við eigum heimaleik á móti ÍA næst þannig við þurfum að æfa vel í vikunni og vera klárir í það,''

FH áttu góðan leik gegn sterku Víkings lið.

„Ég er alltaf svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli og þetta er okkar vígi og við viljum gera vel fyrir framan fólkið okkar. Við eigum annan heimaleik næst og þurfum að vera klárir þá.''

Það fer að styttast í að deildin verður skipt í tvennt og FH eru fjórum stigum frá efri hlutanum.

„Það eina fyrir okkur er að huga bara um næsta leik. Við höfum ekki verið klókir í því að fara hugsa lengra fram í tímann. Við eigum möguleika að fara upp en möguleika að fara niður líka,''

Sveinn, varnarmaður Víkings, braut á Björn, fyrirliða FH, sem var nánast kominn í gegn. Heimir var spurður um hvað honum fannst um að Sveinn fékk aðeins gult spjald.

„Heyrðu, ég sá þetta ekki nógu vel. Ég var að tala við einhvern, ég þarf að skoða þetta betur. Ég held að það hafi verið réttur dómur.'' segir Heimir í lokinn.

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner