„,Svekkjandi að ná ekki í þrjú stig. Mér fannst við vera betri í leiknum og eiga skilið að vinna þennan leik,'' segir Sölvi Ottesen, þjálfari Víking, eftir 2-2 jafntefli gegn FH í 17. umferð Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 Víkingur R.
„Ég er ánægður með að við þorðum að spila boltanum á undirlagi sem við erum ekki vanir. Það er smá erfitt að fara úr gervigrasi yfir á gras. Það kemur inn í álag á okkur að menn séu ekki að taka réttu ákvörðun, það eru 120 mínútur í síðasta einvígi. Vill helst ekki nýta það sem afsökun, við eigum að gera betur,''
Víkingur hefði geta tryggt sér efsta sætið með sigri gegn FH, en Valur liggur en á toppnum með leik inni.
„Við vitum hvað er í húfi, við erum í bullandi toppbaráttu og við megum ekki misstíga okkur mikið þannig við missum önnur lið fram úr okkur. Heppnir með úrslit fyrir norðan að það var eitt stig þar líka, síðan eigum við eftir að sjá Valsarana spila. Það er nóg eftir og óþarfi að fara panika yfir þessar stöðu, við erum ekki búnir að vinna nokkra leiki í röð og við þurfum bara að gera betur,''
Nikolaj Hansen meiðist í seinni hálfleik og Sölvi var spurður út í hans stöðu.
„Hann fékk ljótan skurð á löppina sem þarf að sauma. Það var ekki vitað að halda áfram með hann, hann sá kjötflipa sem stóð út úr sokknum hjá honum þannig það þarf að sauma það og hann segir sjálfur að hann er klár. Niko er búinn verið mjög öflugur fyrir okkur og mikilvægur með að raða inn mörkum núna þannig við þurfum svo sannarlega á honum að halda.''
Sölvi var spurður út í hvort Pálmi sé orðinn nýji aðalmarkvörður Víkinga.
„Pálmi er búinn að standa sig vel í síðustu leikjum þannig eftir góðar frammistaðir hefur hann fengið traustið í þessum leikjum. Við sjáum bara til hvernig hlutirnir þróast, ég er ekkert búinn að ákveða byrjunarliðið fyrir næsta leik en við erum vikilega sáttir með hvernig Pálmi er búinn að stíga upp,'' segir Sölvi í lokinn.