Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 03. september 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Símtal frá Maresca sannfærði Sancho: Ánægður að þetta sé loksins frágengið
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Chelsea
Í lok félagaskiptagluggans fór Jadon Sancho á láni til Chelsea frá Manchester United. Það eru einungis örlitlar líkur á því að Sancho snúi aftur til United eftir lánið því láninu fylgir kaupskylda ef Chelsea endar í einu af efstu 14 sætunum í úrvalsdeildinni og mun greiða 20-25 milljónir punda fyrir Englendinginn.


Sancho, sem er 24 ára kantmaður, ræddi um hvers vegna hann vildi fara til Chelsea.

„Það er stjórinn, ég þekki til hans frá tíma hans hjá Manchester City. Hann ræddi við mig í síma og ræddi um verkefnið hjá Chelsea."

„Fyrir ungan leikmann eins og mig þá er það spennandi. Ég get ekki beðið eftir því að fara af stað."

„Hann elskar að vængmennirnir sínir taki menn á og séu beinskeyttir. Það heillar út frá því hvernig ég spila."

„Ég er mjög spenntur, ég ólst upp í London og er ánægður að vera mættur til baka. Þetta hefur verið klikkað, en ég er ánægður að þetta sé loksins frágengið,"
sagði Sancho. Hann á að baki 23 landsleiki en hefur ekki verið í hópnum síðustu ár.
Athugasemdir
banner
banner