Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   lau 31. ágúst 2024 01:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jadon Sancho til Chelsea (Staðfest) - Árangurstengd kaupskylda
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur fengið Jadon Sancho í sínar raðir frá Manchester United. Sancho kemur á láni frá United og fylgir kaupskylda lánssamningnum.

Kaupskyldan er árangurstengd, kaupverðið verður allavega 20 milljónir punda en getur hækkað upp í allt að 25 milljónir punda út frá frammistöðu Chelsea í vetur. Því hærra sem Chelsea endar, því hærra verður kaupverðið. Ef Chelsea endar ekki í einu af efstu 14 sætum deildarinnar, þá þarf félagið ekki að kaupa Sancho.

Sancho er 24 ára Englendingur sem keyptur var til United frá Dortmund árið 2021. Hann hefur aldrei almennilega náð að pluma sig hjá United.

Síðasta haust lenti hann upp á kant við Erik ten Hag, stjóra United, og var einnig í vandræðum í einkalífinu. Hann var lánaður til Dortmund í janúar og lék seinni helming síðasta tímabils í Þýskalandi.

Í sumar virtist eins og planið væri að koma Sancho aftur inn í myndina hjá United, en það tókst ekki og var hann ekki í hópnum í fyrstu tveimur deildarleikjunum. Sancho kemur til Chelsea eftir að Raheem Sterling var lánaður til Arsenal.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner