Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. október 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Potter vonar að þetta sé bara byrjunin hjá Gallagher
Mynd: EPA

Conor Gallagher kom inn af bekknum og skoraði sigurmark Chelsea í 2-1 sigri gegn Crystal Palace um helgina.


Gallagher var augljóslega sáttur en fagnaði markið ekki af virðingu við Crystal Palace, félag sem hann lék fyrir á láni á síðustu leiktíð. Miðjumaðurinn sóknarsinnaði var valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Palace.

„Við erum himinlifandi fyrir Conor Gallagher. Auðvitað ber hann mikla virðingu fyrir Palace en hann er Chelsea leikmaður í dag," sagði Graham Potter, nýr knattspyrnustjóri Chelsea.

„Mér líkar mjög vel við Conor, hann er frábær strákur sem þráir að ná langt. Hann elskar Chelsea og vill gera vel fyrir þetta félag. Ég vona að þetta sé bara byjunin á frábærum Chelsea-ferli hjá honum."

Gallagher er 22 ára gamall og á fjóra A-landsleiki að baki fyrir England.


Athugasemdir
banner
banner
banner