Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   sun 03. nóvember 2024 12:30
Sölvi Haraldsson
Duran lítur upp til Zlatans - „Elska að vera öðruvísi“
Jhon Duran.
Jhon Duran.
Mynd: Getty Images

Jhon Duran hefur byrjað leiktíðina með Aston Villa gífurlega vel og vakið mikla athygli. Duran er búinn að spila 9 leiki í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur ekki byrjað einn leik. Þrátt fyrir það hefur hann skorað fjögur mörk og gert vel í Meistaradeildinni einnig.


„Ég horfi lítið á fótbolta, mér leiðist við það.“ sagði Duran í samtali við Sky Sports fyrir leikinn í dag gegn Tottenham.

Aston Villa er í 5. sæti en með stigi fara þeir upp fyrir Arsenal í 4. sætið og með sigri fara þeir upp fyrir Nottingham Forrest í 3. sætið.

Duran var í spjalli hjá Sky Sports til að hita upp fyrir leikinn en hann segir að hann lítur mjög mikið upp til Zlatan Ibrahimovic.

Ég elska persónuleikan hans. Sjálfstraustið hans, getan hans að skora mörk, ákefðin hans inn á vellinum. Og eins og hann sagði, afhverju að vera eins og allir inn á vellinum þegar þú getur verið öðruvísi? Ég elska það hvernig hann nálgast fótbolta og lífið.“ sagði Duran og hélt svo áfram að tala um stílinn hans.

Ég elska að vera öðruvísi. Ég vil bara gera það sem er gott fyrir mig, hvað lætur mig líða vel, ekki bara hvað allir vilja að ég geri og ég held að þannig verður það þangað til ég dey. Þetta er ég. Ég ætla að reyna að gera allt sem ég get til að vera hamingjusamur. Mér er alveg sama hvað aðrir segja.“

Duran er í gífurlega mikillri samkeppni við Ollie Watkins um framherjastöðuna hjá Aston Villa en Duran á enn eftir að byrja deildarleik á þessari leiktíð.

Ég hef aldrei verið þekktur fyrir þolinmæði. En Ollie (Watkins) er auðvitað frábær leikmaður. Hann hefur sýnt það og hjálpað okkur mikið. Maður verður að vera þolinmóður. Svo þegar ég fæ tækifærið ætla ég að nýta það og gera það sem Ollie er að gera núna fyrir liðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner