Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   sun 03. nóvember 2024 19:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Orri kom inn á í sigri - Olmo með tvennu í grannaslag
Mynd: Getty Images

Orri Steinn Óskarsson byrjaði á bekknum þegar Real Sociedad heimsótti Sevilla í kvöld.


Takefusa Kubo kom Sociedad yfir þegar hann fékk boltann á hægri kantinum og kom sér inn á teiginn og skoraði. Mikel Oyarzabal innsiglaði sigurinn með marki af vítapunktinum.

Orri Steinn kom inn á og spilaði síðustu tíu mínúturnar en fleiri mörk urðu ekki skoruð.

Dani Olmo skoraði tvö mörk þegar Baracelona vann Espanyol í grannaslag. Hann kom liðinu yfir áður en Raphinha bætti öðru markinu við en þetta var sjöunda mark hans í deildinni. Hann er næst markahæstur á eftir liðsfélaga sínum Robert Lewandowski sem hefur skorað 14 mörk.

Olmo bætti öðru marki sínu og þriðja marki Barcelona við eftir hálftíma leik. Espanyol tókst að klóra í bakkann í seinni hálfleik en nær komust þeir ekki.

Sevilla 0 - 2 Real Sociedad
0-1 Takefusa Kubo ('34 )
0-2 Mikel Oyarzabal ('68 , víti)

Barcelona 3 - 1 Espanyol
1-0 Dani Olmo ('12 )
2-0 Raphinha ('23 )
3-0 Dani Olmo ('31 )
3-1 Javi Puado ('63 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 12 2 3 50 19 +31 38
2 Real Madrid 16 11 3 2 34 13 +21 36
3 Atletico Madrid 16 10 5 1 30 11 +19 35
4 Athletic 17 9 5 3 26 15 +11 32
5 Villarreal 15 7 5 3 27 25 +2 26
6 Osasuna 16 6 6 4 22 25 -3 24
7 Real Sociedad 16 7 3 6 16 11 +5 24
8 Mallorca 17 7 3 7 16 20 -4 24
9 Girona 16 6 4 6 22 23 -1 22
10 Betis 16 5 6 5 18 20 -2 21
11 Celta 16 6 3 7 25 27 -2 21
12 Vallecano 15 5 4 6 15 16 -1 19
13 Sevilla 16 5 4 7 17 23 -6 19
14 Las Palmas 16 5 3 8 22 27 -5 18
15 Getafe 16 3 7 6 11 13 -2 16
16 Leganes 16 3 6 7 14 23 -9 15
17 Alaves 16 4 3 9 18 27 -9 15
18 Espanyol 15 4 1 10 15 28 -13 13
19 Valencia 14 2 4 8 13 22 -9 10
20 Valladolid 16 2 3 11 11 34 -23 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner