Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. desember 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo beið úti í bíl þar til hann var kallaður upp
Ronaldo fúll eftir 2-2 jafntefli gegn Sassuolo. Miralem Pjanic og Blaise Matuidi eru með honum á myndinni.
Ronaldo fúll eftir 2-2 jafntefli gegn Sassuolo. Miralem Pjanic og Blaise Matuidi eru með honum á myndinni.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo var kjörinn sem besti leikmaður síðustu leiktíðar í Serie A í gærkvöldi, skömmu eftir að verðlaunaafhendingu Ballon d'Or lauk í París.

Verðlaunaafhending ítalska boltans fór fram í Mílanó og var Ronaldo hvergi sjáanlegur fyrr en undir lokin. Hann nennti ekki fyrstu klukkustundunum af sýningunni og mætti því þremur tímum seinna á bílastæðið. Hann beið með lífvörðum sínum í bílnum í tíu mínútur áður en hann steig út, skömmu áður en nafn hans var kallað upp.

Fréttamenn voru tilbúnir að mynda Ronaldo og spyrja hann út í Gullknöttinn en þeir fengu ekki tækifæri til þess. Lífverðir Ronaldo beindu vasaljósum að myndavélum svo ekki var hægt að taka upp og rauk stórstjarnan beint inn á sýninguna.

Ronaldo endaði í 3. sæti í París, eftir Lionel Messi og Virgil van Dijk. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2010 sem Ronaldo er ekki talinn meðal tveggju bestu leikmanna heims.
Athugasemdir
banner
banner
banner