Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 03. desember 2020 18:47
Brynjar Ingi Erluson
Aron framlengir við Grindavík
Aron Jóhannsson við undirskrift í dag
Aron Jóhannsson við undirskrift í dag
Mynd: UMFG
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur framlengt við Aron Jóhannsson til 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Aron er 26 ára gamall miðjumaður en hann kom til félagsins frá Haukum fyrir tæpum þremur árum síðan.

Hann hefur leikið 67 leiki í deild- og bikar með Grindvíkingum og skorað 15 mörk í þeim leikjum.

Aron hefur nú gert nýjan tveggja ára samning við félagið og er því samningsbundinn til lok árs 2022.

„Það eru frábærar fréttir fyrir okkur í Grindavík að Aron hafi ákveðið að vera áfram hjá félaginu næstu tvö árin. Aron er góður miðjumaður sem getur leikið í nokkrum stöðum á miðjunni og hefur tekið að sér stærra leiðtogahlutverk hjá félaginu á síðustu misserum. Við teljum að hann eigi sín bestu fótboltaár framundan og að hann verði lykilmaður hjá Grindavík á næstu leiktíð," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari liðsins.

Grindavík hafnaði í 4. sæti í Lengjudeildinni á síðasta tímabili með 32 stig.
Athugasemdir
banner
banner