Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 03. desember 2022 17:37
Brynjar Ingi Erluson
Forsætisráðherra Hollands við Biden: Fótboltinn vann
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands
Mynd: Getty Images
„Þú verður að fyrirgefa Joe, en fótboltinn vann,“ sendi Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands til Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, eftir 3-1 sigurinn á HM í Katar í kvöld.

Hollenska landsliðið er komið áfram í 8-liða úrslit HM eftir að hafa unnið Bandaríkin 3-1. Memphis Depay, Daley Blind og Denzel Dumfries skoruðu mörk Hollendinga sem fóru nokkuð þægilega áfram.

Bandaríkjamenn kalla fótbolta 'soccer' og gert óspart grín af þeim fyrir það. Í raun er uppruni orðsins frá Bretlandseyjum til að aðskilja rúgbí og fótbolta.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi bandaríska landsliðinu kveðjur fyrir leikinn gegn Hollandi í kvöld og sagði þá „Þetta heitir 'soccer'."

Eftir leikinn ákvað Rutte að svara Biden eins og sjá má á færslunni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner