Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mið 04. janúar 2017 15:43
Magnús Már Einarsson
Ágúst Hlynsson að ganga í raðir Norwich
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, er að ganga í raðir enska félagsins Norwich. Þetta staðfesti Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net í dag.

Líklegt er að gengið verði frá samningum á morgun og Ágúst verður þá leikmaður Norwich.

Hinn 16 ára gamli Ágúst steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Breiðabliks síðastliðið sumar.

Ágúst varð meðal annars yngsti markaskorari í sögu Breiðabliks þegar hann skoraði í leik gegn Kríu í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Ágúst skoraði einnig í bikarleik gegn ÍA en samtals spilaði hann fjóra leiki í Pepsi-deildinni og þrjá leiki í Borgunarbikarnum.

Að auki varð Ágúst fjórði yngsti leikmaður sögunnar til að spila í Evrópudeildinni þegar hann spilaði með Blikum gegn Jelgava frá Lettlandi.

Ágúst spilar framarlega á vellinum en hann hefur undanfarin tvö ár einnig leikið með U17 ára landsliði Íslands.

Samtals hefur Ágúst skorað þrjú mörk í fimmtán leikjum með U17 ára landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner