banner
miđ 04.jan 2017 15:43
Magnús Már Einarsson
Ágúst Hlynsson ađ ganga í rađir Norwich
watermark
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garđarsson
Ágúst Eđvald Hlynsson, leikmađur Breiđabliks, er ađ ganga í rađir enska félagsins Norwich. Ţetta stađfesti Eysteinn Pétur Lárusson framkvćmdastjóri knattspyrnudeildar Breiđabliks í samtali viđ Fótbolta.net í dag.

Líklegt er ađ gengiđ verđi frá samningum á morgun og Ágúst verđur ţá leikmađur Norwich.

Hinn 16 ára gamli Ágúst steig sín fyrstu skref međ meistaraflokki Breiđabliks síđastliđiđ sumar.

Ágúst varđ međal annars yngsti markaskorari í sögu Breiđabliks ţegar hann skorađi í leik gegn Kríu í 32-liđa úrslitum Borgunarbikarsins.

Ágúst skorađi einnig í bikarleik gegn ÍA en samtals spilađi hann fjóra leiki í Pepsi-deildinni og ţrjá leiki í Borgunarbikarnum.

Ađ auki varđ Ágúst fjórđi yngsti leikmađur sögunnar til ađ spila í Evrópudeildinni ţegar hann spilađi međ Blikum gegn Jelgava frá Lettlandi.

Ágúst spilar framarlega á vellinum en hann hefur undanfarin tvö ár einnig leikiđ međ U17 ára landsliđi Íslands.

Samtals hefur Ágúst skorađ ţrjú mörk í fimmtán leikjum međ U17 ára landsliđinu.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | mán 10. desember 16:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 28. nóvember 14:00
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
No matches