Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 04. febrúar 2023 23:21
Ívan Guðjón Baldursson
Færðu Jeffinho frá Botafogo til Lyon
Jeffinho í æfingaleik gegn Crystal Palace á undirbúningstímabilinu.
Jeffinho í æfingaleik gegn Crystal Palace á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Getty Images

Lyon krækti í brasilískan kantmann á lokadegi janúargluggans, fyrir um 10 milljónir evra.


Sá kantmaður heitir Jeffinho og kemur frá brasilíska félaginu Botafogo, en John Textor er meirihlutaeigandi í báðum félögum.

Jeffinho er 23 ára gamall og gerir fjögurra og hálfs árs samning við Lyon, út tímabilið 2027.

Textor hefur verið að sækja í sig veðrið í fótboltaheiminum. Hann keypti meirihlutann í Botafogo og Lyon í fyrra en í ágúst 2021 keypti hann 40% hlut í Crystal Palace.

Það verður áhugavert að fylgjast með félagsskiptum á milli þessa þriggja félaga í framtíðinni og hvort samstarfið verði svipað og hjá öðrum félögum í svipaðri stöðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner