Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   lau 04. febrúar 2023 10:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Greenwood íhugar að fara til Kína - Mac Allister til Man City?
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins, tekinn saman af BBC er kominn í hús.Manchester United og PSG þurfa að borga að minnsta kosti 90 milljónir punda ætli liðin sér að næla í nígeríska framherjann Victor Osimhen, 24, frá Napoli í sumar. (ESPN)

Það er forgangsatriði hjá Arsenal að semja við Bukayo Saka, 21, og William Saliba, 21, en Manchester City hefur áhuga á Saka. (Talksport)

Eftir annasaman félagsskiptaglugga hefur Chelsea snúið sér að því að framlengja samninginn við Mason Mount, 24. Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2024. (90min)

Manchester City vill fá Alexis Mac Allister, 24, miðjumann Brighton til að leysa Ilkay Gundogan af þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar. (Fichajes)

Það er talað um að Pierre-Emerick Aubameyang sé sjokkeraður og svekktur að hafa verið hent út úr Meistaradeildarhópi Chelsea og er viss um að félagið vilji losna við sig. (Telegraph)

Alejandro Garnacho, 18, hefur gert fjögurra ára samning við Manchester United. (AS)

Starfsfólk á Old Trafford skiptist í fylkingar varðandi Mason Greenwood en einhverjir vilja að hann spili aftur fyrir félagið. (Guardian)

Greenwood skoðar að endurræsa ferilinn í Kína ef United ákveður að reka hann þegar rannsókn félagsins lýkur. (Sun)

Manchester United skoðar að fá Ansu Fati, 20, frá Barcelona. (AS)

West Ham og Everton verða að bíða fram á sumar til að reyna næla í Sheraldo Becker frá Union berlin en félagið vildi ekki missa þennan 27 ára gamla vængmann þar sem liðið ætlar að ná Meistaradeildarsæti. (Caught Offside)

Julian Araujo komst ekki til Barcelona þar sem FIFA taldi að pappírsvinnan hafi ekki klárast fyrir lok gluggans. (ESPN)

Taylor Booth, 21, miðjumaður Utrecht er undir smásjá Manchester United. (Mail)

Marseille reyndi að næla í Sekou Mara á láni frá Southampton í janúar en Dýrlingarnir vildu alls ekki missa þennan tvítuga Frakka. (Footmercato)


Athugasemdir
banner
banner
banner