Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 04. febrúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Özil ætlar að leggja skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Mesut Özil, leikmaður Istanbul Basaksehir í Tyrklandi, hefur óskað eftir því að rifta samningi sínum við félagið og hefur þá tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna.

Ævintýri Özil síðustu ár hefur einkennst af miklum vonbrigðum síðustu tvö ár.

Hann rifti samningi sínum við Arsenal í janúar fyrir tveimur árum eftir að hafa verið í frystinum hjá Mikel Arteta, stjóra félagsins.

Özil samdi þá við Fenerbahce en náði aldrei að finna sig þar og var settur í bann eftir að hafa rifist við þjálfara félagsins. Hann sleit sig lausan frá Fenerbahce á síðasta ári og samdi við Basaksehir, en aðeins komið við sögu í fjórum leikjum á tímabilinu vegna meiðsla.

Nú hefur hann óskað eftir því að rifta samningi sínum við félagið og er það síðasta verk hans á ferlinum. Özil hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna en ekki er ljóst hvað tekur við eftir ferilinn.

Özil vann FA-bikarinn þrisvar með Arsenal á átta árum sínum þar og þá varð hann Spánar- og bikarmeistari með Real Madrid ásamt því að vinna þýska bikarinn með Werder Bremen. Özil varð þá heimsmeistari með þýska landsliðinu á HM 2014.
Athugasemdir
banner
banner