Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 04. febrúar 2023 13:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Verst rekna félag deildarinnar"

Everton og Arsenal eigast við á Goodison Park þessa stundina en þetta er fyrsti leikur Everton undir stjórn Sean Dyche.


Hann tók við af Frank Lampard sem var rekinn á dögunum en það er svakalegur kraftur í liðinu sem er búið að vera betri aðilinn í fyrri hálfleik.

Stuðningsmenn Everton eru mjög ósáttir við Bill Kenwright stjórnarformann liðsins en það voru friðsamleg mótmæli fyrir leikinn.

Á meðan á leiknum stóð flaug síðan flugvél yfir völlinn með borða í eftirdragi sem á stóð „Verst rekna félag deildarinnar". Stuðningsmenn félagsins vilja að stjórn liðsins segi af sér.


Athugasemdir
banner
banner