Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   þri 04. febrúar 2025 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
Sigurjón Rúnarsson.
Sigurjón Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón í leik með Grindavík.
Sigurjón í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skiptir yfir í Fram og spilar aftur í Bestu deildinni.
Skiptir yfir í Fram og spilar aftur í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjuð tilfinning að vera kominn í eins stórt félag og Fram er," segir varnarmaðurinn Sigurjón Rúnarsson, nýr leikmaður Fram, í viðtali við Fótbolta.net.

„Þetta er frábær hópur, maður fær ekki mikið betri aðstöðu í dag og umgjörðin í kringum þetta er mjög góð. Fram er félag sem á heima í efri hlutanum í Bestu deildinni."

Sigurjón er 24 ára gamall miðvörður sem hefur spilað stórt hlutverk í liði Grindavíkur og verið í fyrirliðahópi félagsins. Varnarmaðurinn hefur spilað 141 leik og skorað níu mörk í deild- og bikar með Grindvíkingum síðan hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2017. En núna hefst nýr kafli á ferlinum á öðrum stað.

„Þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Ég þekki Helga Sig (aðstoðarþjálfara Fram) frá fyrri tíð í Grindavík. Ég hitti hann á göngugötunni á Tenerife þar sem ég útskýrði fyrir honum hver mín staða væri," segir Sigurjón.

„Svo rifti ég samningi mínum og heyri í honum. Þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig. Það voru engin önnur félög í umræðunni."

Sigurjón segir það frábært að vinna aftur með Helga Sig og einnig með Rúnari Kristinssyni, sem er aðalþjálfari Fram. „Þetta eru frábærir þjálfarar, með betri þjálfurum á landinu. Svo má ekki gleyma Gareth, markvarðarþjálfara, sem er alveg frábær."

Tekið vel á móti okkur
Það hefur verið mikil leikmannavelta hjá Fram eftir síðasta tímabil og þeir mæta með mikið breytt lið til leiks á næsta ári. Sigurjón segir að það hafi verið gott að koma inn í hópinn og aðlagast nýju umhverfi.

„Það er búin að vera mikil leikmannavelta en það er bara hluti af þessu," segir Sigurjón.

„Það hefur gengið rosalega vel að koma inn í þetta. Það hefur verið tekið vel á móti okkur, þetta er frábær hópur og það er geggjað að koma inn í hann."

Sigurjón er spenntur að taka skrefið aftur upp í Bestu deildina.

„Maður hefur verið nokkur ár í Lengjudeildinni. Ég var að vonast til þess að taka skrefið upp með Grindavík en ég er mjög spenntur að taka slaginn í Bestu deildinni með Fram."

Það var bara léttir
Sigurjón viðurkennir að síðasta tímabil hafi verið nokkuð skrítið með Grindavík eftir allt sem hafði gerst í bænum. Liðið var um tíma án heimilis og andrúmsloftið í hópnum var erfitt.

„Ég ætlaði að taka skrefið í fyrra frá Grindavík en svo gerðist allt sem gerðist. Það var sjarmi að taka síðasta tímabilið með Grindavík," sagði Sigurjón.

„Þetta fór ekki eins og það átti að fara. Stemningin náðist aldrei upp og við náðum ekki takti. Þetta var tilfinningalegt tímabil sem fór ekki eins og það átti að fara."

Hann segir þó að það hafi ekki verið erfitt að ná sér upp til að spila fótbolta þrátt fyrir aðstæður.

„Þegar maður kemur inn á fótboltavöllinn þá ýtir maður öllu utanaðkomandi frá og einblínir á fótboltann. Mér fannst aldrei erfitt að stíga inn á völlinn, það var alltaf bara léttir," segir Sigurjón. Hann segir að það hafi verið erfitt að fara frá Grindavík en það hafi verið kominn tími til að taka næsta skref á ferlinum.

„Ég verði helsti stuðningsmaður liðsins. Bróðir minn er að taka við af mér og er að koma upp í meistaraflokkinn."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Sigurjón ræðir meira um komandi sumar með Fram.
Athugasemdir
banner