Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 04. mars 2020 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Eitt mark dugði fyrir Man City og Leicester
Man City er komið í 8-liða úrslit.
Man City er komið í 8-liða úrslit.
Mynd: Getty Images
Ricardo Pereira skoraði sigurmark Leicester.
Ricardo Pereira skoraði sigurmark Leicester.
Mynd: Getty Images
Manchester City og Leicester City eru komin áfram í 8-liða úrslit FA-bikarsins á Englandi.

Manchester City fór til Sheffield og mætti þar Sheffield Wedesday, sem leikur í Championship-deildinni. Nýkrýndu deildabikarmeistararnir lentu í vandræðum með að skora fyrsta markið þrátt fyrir yfirburði.

Sergio Aguero braut ísinn á 53. mínútu. Benjamin Mendy átti sendingu á Aguero sem náði að snúa og átti skot sem Joe Wildsmith í marki Sheffield Wednesday varði inn.

Svekkjandi fyrir Wednesday þar sem mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 1-0 fyrir Man City, sem er ríkjandi meistari í þessari keppni.

Leicester, sem er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mætti þá Birmingham, sem er um miðja deild í Championship-deildinni. Jude Bellingham, sem er sagður á leið til Borussia Dortmund var hvíldur hjá Birmingham.

Leicester var á heimavelli og var eins og mátti eiga von á sterkari aðilinn. Eins og Man City þá lenti liðið í vandræðum með að koma boltanum í markið.

Markið kom loksins á 82. mínútu er bakvörðurinn Ricardo Pereira skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Marc Albrighton. Það reyndist sigurmark Leicester sem er komið áfram eins og Manchester City.

Ásamt Man City og Leicester þá eru Arsenal, Chelsea, Sheffield United og Newcastle komin í 8-liða úrslit. Allt eru það úrvalsdeildarlið.

Sheffield Wednesday 0 - 1 Man City
0-1 Sergio Aguero ('53)

Leicester 1 - 0 Birmingham
1-0 Ricardo Pereira ('82)

Framlenging á Totteham Hotspur Stadium
Það þarf framlengja einn leik í kvöld og er það úrvalsdeildarslagur Tottenham og Norwich.

Varnarmaðurinn Jan Vertonghen kom Tottenham yfir gegn botnliði ensku úrvalsdeildarinnar, en Josip Drmic jafnað á 78. mínútu eftir mistök Michel Vorm í marki heimamanna.

Tottenham 1 - 1 Norwich
1-0 Jan Vertonghen ('13)
1-1 Josip Drmic ('78)
Athugasemdir
banner
banner
banner