
„Þetta var hörkuleikur. Skemmtilegur, nóg af hasar, fjöri og færum," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, eftir jafntefli liðsins gegn Þór í Boganum í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 1 HK
Hemmi vildi fá vítaspyrnu í leiknum.
„Hann er kominn fram fyrir varnarmanninn og hann tekur hann niður, það var allavega eitt víti í því," sagði Hemmi.
Þjálfarar og fyrirliðar deildarinnar spá HK þriðja sæti í spá Fótbolta.net. Hemmi er sannfærður um að liðið muni berjast um að komast upp aftur.
„Við verðum þar, það er alveg morgunljóst. Þetta er fyrsti leikur, það er alltaf titringur í mönnum. Við fengum nóg af færum í dag. Þórsararnir eru með hörku lið og þetta var hörku leikur," sagði Hemmi.
Athugasemdir