Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Bruyne: Hef sýnt að ég get þetta ennþá
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kevin de Bruyne var hetja Manchester City í næst síðasta heimaleik sínum með liðinu gegn Wolves í kvöld. De Bruyne mun yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út.

„Ég reyni að spila eins vel og ég get. Ég veit að ég á eftir að spila einn leik hérna á Etihad. Ég reyni að vinna vinnuna mína eins og ég hef alltaf gert og ég gerði það í dag. Ég er stoltur af því sem ég er að gera," sagði De Bruyne í viðtali við Sky Sports eftir leikinn.

„Það er sorglegt að ég þarf að fara, svona er lífið stundum. Ég gef allt í þetta og vil vinna alla leiki."

De Bruyne er staðráðinn í að spila áfram í úrvalsdeildinni.

„Ég hef sýnt að ég get þetta ennþá. Annars væri ég ekki að gera það sem ég hef gert undanfarinn mánuð eða svo."
Athugasemdir
banner
banner