
Njarðvíkingar tóku á móti Fylki í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar á JBÓ vellinum í Njarðvík í kvöld.
Flestir búast við því að Fylkir hlaupi með deildina en Njarðvíkingar sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Fylkir
„Svekkelsi, svekkelse að fá ekki þrjú stig hérna," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir jafnteflið í kvöld.
„Mér fannst að við áttum meira skilið. Mér fannst við spila vel fyrir utan kannski fyrsta korterið, tuttugu mínúturnar. Bæði lið að reyna fikra sig áfram og fyrsti leikur í móti og smá vorbragur á því"
„Um leið og við náðum tökum á boltanum og aðeins að byrja finna hvað Fylkir kom með að borðinu þá fannst mér við gera þetta virkilega vel"
Umræðan fyrir mót hefur verið með þeim hætti að þessi deild ætti nánast að vera formsatriði fyrir Fylki svo það var sterkt að taka af þeim stig strax í fyrsta leik.
„Já ég sagði það í einhverju viðtali fyrir mótið að mér fyndist það geggjað að fá þá hingað heim fyrst. Við vildum líka sýna okkar fólki það að við erum góðir líka og getum spila flottan fótbolta líka. Við getum skorað mörk"
„Mér fannst við aldrei vera hræddir. Mér fannst við aldrei vera eitthvað minna liðið. Mér fannst við aldrei vera að detta undan einhverri pressu frá þeim eða vera undir í einhverri baráttu. Mér fannst við algjörlega vera að 'match-a' þá útum allt og vera kannski betri á sumum stöðum"
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjáfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Keflavík | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 - 1 | +2 | 3 |
2. Selfoss | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 1 | +1 | 3 |
3. Fylkir | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
4. HK | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
5. Leiknir R. | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
6. Njarðvík | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
7. Þór | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
8. Þróttur R. | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
9. ÍR | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
10. Völsungur | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
11. Grindavík | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 2 | -1 | 0 |
12. Fjölnir | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 3 | -2 | 0 |