
Fylkir heimsótti Njarðvík í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar á JBÓ vellinum í Njarðvík í kvöld.
Flestir búast við því að Fylkir hlaupi með deildina en Njarðvíkingar sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Fylkir
„Fínt stig. Við áttum ekkert frábæran dag í dag" Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis eftir jafnteflið í kvöld.
„Fínir í seinni hálfleik svona sem lið en erfiðar aðstæður, fyrsti leikur og bara gott stig"
„Fyrsti gras leikur hérna mjög snemma í maí sem er ekki algengt á Íslandi. Menn eru ekkert alveg tilbúnir í það, bæði lið. Boltinn mikið í loftinu og mikið útaf þannig það var mikill vorbragur"
Markið sem Fylkir fékk á sig kom eftir misskilning í öftustu línu og Njarðvíkingar refsuðu.
„Það var svo sem vitað að mörkin í þessum leik væru þannig að einhver einstaklingsmistök og mér fannst svona fram að því við vera ívið sterkari eða fengum fleirri færi og hættulegri sóknir en svo tóku þeir svolítið yfir en bara gott að koma til baka og Óli varði víti þannig við sættum okkur við stigið,"
Ólafur Kristófer átti frábæran leik í markinu hjá Fylki þar sem hann varði meðal annars víti og nokkur dauðafæri.
„Hann er nátturlega frábær markmaður. Frábært að hafa svona öruggan markmann. Maður hefur ekkert miklar áhyggur. Ég hélt reyndar að hann myndi verja markið þeirra, hann er vanur að verja allt en það var óverjandi, stöngin inn. Það er bara geggjað að hafa hann og stórkostlegur leikmaður"
Nánar er rætt við Árna Freyr Guðnason í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Keflavík | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 - 1 | +2 | 3 |
2. Selfoss | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 1 | +1 | 3 |
3. Fylkir | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
4. HK | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
5. Leiknir R. | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
6. Njarðvík | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
7. Þór | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
8. Þróttur R. | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
9. ÍR | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
10. Völsungur | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
11. Grindavík | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 2 | -1 | 0 |
12. Fjölnir | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 3 | -2 | 0 |