Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
banner
   fös 02. maí 2025 21:41
Sölvi Haraldsson
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Mér fannst við skapa fín færi í upphafi. Við hefðum þurft að refsa þeim þá. Mér finnst við fá á okkur ódýr mörk fyrir utan þriðja markið þar sem þeir gera mjög vel. Við þurfum að þétta raðirnar og vera meira samstíga.“ sagði Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3-1 tap í fyrsta leik sumarsins í Egilshöllinni.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 Keflavík

Gunnar var ánægður með kafla í fyrri hálfleiknum en fannst mörkin vera óþarfi.

„Það kom mjög góður kafli í fyrri hálfleik. Í upphafi sköpum við okkur góð færi. Þettat mark okkar var algjör sturlun, maður sér þetta ekki oft. Það kemur góður kafli í fyrri hálfleik hjá okkur en þeir ná að skora á frábærum tímapunkti fyrir þá. Algjört óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn þar.“

Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur en Fjölnismenn sem breytti leiknum.

„Við vorum bara lélegir í upphafi seinni hálfleiks og þeir keyrðu yfir okkur. Við fundum ekki lausnir. Var þetta ekki rangstöðu mark í seinni hálfeik hjá þeim? Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann. En dómararnir læra líka af leiknum eins og við.“

Hvernig horfir Gunnar á komandi leiki í Lengjudeildinni eftir byrjun mótsins?

„Maður er spenntur fyrir komandi leikjum. Við teljum okkur ekki vera að fara að vera í þessari baráttu þarna niðri. Eðlilegt að spá okkur þarna þar sem það eru miklar breytingar á liðinu. En menn sem eru að spá í deildina hafa ekki séð nýju mennina okkar.“

Hvað er markmið sumarsins hjá Fjölni?

„Við viljum halda okkur í möguleikum um að komast í umspilið eins lengi og hægt er.“ sagði Gunnar Már að lokum.

Viðtalið við Gunnar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner