Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
   fös 02. maí 2025 21:50
Sölvi Haraldsson
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við fáum á okkur glæsilegt mark hjá þeim í fyrri hálfleik. Mér fannst við framan að vera sterkari og vinnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn. Þetta var aldrei spurning í seinni hálfeik og við hefðum mátt bæta við fleiri mörkum.“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 3-1 sigur á Fjölni í Egilshöllinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 Keflavík

Fjölnismenn skoruðu líklega mark ársins í dag en Haraldur var samt ekki ánægður með aðdragandann í markinu.

„Ég er ánægður með hvernig við bregðumst við en ég er ekki ánægður með aðdragandann að markinu. Þeir eiga innkast og þeir kasta inn á mann hjá þeim sem er algjörlega laus. Frábært mark hjá honum en sem betur fer náðum við að koma til baka, sterkur sigur.“

Haraldur var ánægður með sigurinn sem kom inni í Egilshöllinni þar sem Keflvíkingar eru ekki vanir að spila.

„Við vissum að þetta yrði erfitt hérna þegar við erum ekki að æfa við þessar aðstæður. Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður en menn eru vanir, við leystum þetta verkefni vel.“

Haraldur var ánægður með seinni hálfleikinn en fanns liðið getað haldið meira í boltann.

„Mér fannst við getað haldið meira í boltann á köflum og við sköpuðum nóg til að bæta við mörkum. En 3-1 sigur er bara fínt.“

Það voru einhverjir stórir póstar utan hóps hjá Keflavík, hver er staðan á hópnum?

„Það er ennþá eitthvað í Stefan. Frans er að jafna sig á meiðslum ennþá. Við erum með breidd og það er fínt.“

Viðtalið við Harald má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner