
„Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við fáum á okkur glæsilegt mark hjá þeim í fyrri hálfleik. Mér fannst við framan að vera sterkari og vinnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn. Þetta var aldrei spurning í seinni hálfeik og við hefðum mátt bæta við fleiri mörkum.“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 3-1 sigur á Fjölni í Egilshöllinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 3 Keflavík
Fjölnismenn skoruðu líklega mark ársins í dag en Haraldur var samt ekki ánægður með aðdragandann í markinu.
„Ég er ánægður með hvernig við bregðumst við en ég er ekki ánægður með aðdragandann að markinu. Þeir eiga innkast og þeir kasta inn á mann hjá þeim sem er algjörlega laus. Frábært mark hjá honum en sem betur fer náðum við að koma til baka, sterkur sigur.“
Haraldur var ánægður með sigurinn sem kom inni í Egilshöllinni þar sem Keflvíkingar eru ekki vanir að spila.
„Við vissum að þetta yrði erfitt hérna þegar við erum ekki að æfa við þessar aðstæður. Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður en menn eru vanir, við leystum þetta verkefni vel.“
Haraldur var ánægður með seinni hálfleikinn en fanns liðið getað haldið meira í boltann.
„Mér fannst við getað haldið meira í boltann á köflum og við sköpuðum nóg til að bæta við mörkum. En 3-1 sigur er bara fínt.“
Það voru einhverjir stórir póstar utan hóps hjá Keflavík, hver er staðan á hópnum?
„Það er ennþá eitthvað í Stefan. Frans er að jafna sig á meiðslum ennþá. Við erum með breidd og það er fínt.“
Viðtalið við Harald má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir