
Erna Björt er algjör lykilmaður fyrir ÍA sem spáð er góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar. Í fyrra gerði hún átta mörk í 18 leikjum fyrir ÍA sem kom á óvart. Hún hefur alls skorað 46 mörk í 110 KSÍ-leikjum.
Erna, sem er fædd árið 2002, er uppalin á Akranesi og hefur leikið með ÍA allan sinn feril. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Erna, sem er fædd árið 2002, er uppalin á Akranesi og hefur leikið með ÍA allan sinn feril. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Erna Björt Elíasdóttir
Gælunafn: Ég er alltaf kölluð Ebba
Aldur: 22 ára
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Minn fyrsti meistaraflokks leikur var æfingaleikur á móti Val 2018 þar sem ég kom inná og skoraði mitt fyrsta meistaraflokks mark í þeim leik
Uppáhalds drykkur: Ég vakna til þess að fá mér Nocco þannig það verður að vera hann
Uppáhalds matsölustaður: Sushi Social og Galito á Akranesi
Uppáhalds tölvuleikur: It Takes Two eða GTA 5
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Keypti í Icelandair fyrir einhverjum árum en seldi það um daginn… iykyk :,)
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ætli það sé ekki bara þættirnir sem ég er að horfa á núna sem er The Last of Us eða klassíkin GOT
Uppáhalds tónlistarmaður: Frank Ocean er alltaf þarna efstur en svo eru margir sem ég dýrka líka
Uppáhalds hlaðvarp: Teboðið og Dr Football
Uppáhalds samfélagsmiðill: Ég verð að segja Tiktok, ég kemst ekki í gegnum daginn án þess að kíkja þar inná
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr og Auddi saman er comedy
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Það var að Síminn væri að bjóða mér velkomna til Spánar og hversu mörg GB ég ætti
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Líklega bara liði út á landi, myndi ekki nenna öllum þessum ferðalögum
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ætli það sé ekki Samantha Smith í Lengjudeildinni í fyrra, ég var svosem ekki að dekka hana en hún klárlega stendur uppúr
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Núverandi þjáfarinn minn Skarphéðinn Magnússon og Halldóra Gylfadóttir. Þau eru topp þjálfarar og hafa kennt mér margt
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þær eru nokkrar í KR og Grindavík..
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Það var hún Sara Björk
Sætasti sigurinn: Það væri leikurinn á móti Selfoss í mjólkurbikarnum í fyrra, þar sem við vorum 0-3 undir í hálfleik og komum tilbaka og jöfnuðum leikinn sem endaði á að fara í uppótartíma þar sem við unnum leikinn. Ekkert mikilvægur leikur en þetta var mjög sætt að vinna þennan leik þar sem við vorum að koma sem nýliðar upp í Lengjudeildina
Mestu vonbrigðin: Ætli það sé ekki úrslitaleikur í Íslandsmótinu í 3 flokki á móti Val þar sem við töpuðum, það var mjög erfitt að kyngja því tapi
Uppáhalds lið í enska: Man Udt, erfiðir tímar
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi taka Katie Cousins úr Þrótti og leyfa henni að njóta uppá Flórída Skaga
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Litla systir mín Nadía Steinunn Elíasdóttir
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Elís Dofri Gylfason
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Það eru helvíti margar hérna á Skaganum
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Það er Messi og mun alltaf vera Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Ég myndi taka út framlengingu og setja Golden Goal í staðinn
Uppáhalds staður á Íslandi: Húsafell, það er bara eitthvað annað andrúmsloft þar
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var þegar ég var að spila á Símamótinu og var orðin frekar pirruð og enda á því að sparka aftan í annan leikmann og dómarinn endaði á því að reka mig útaf, þannig mætti segja að það er eina “rauða” spjaldið sem ég hef fengið hingað til á ferlinum. Kannski ekki skemmtilegt atvik á þeim tíma en ég hlæ af þessu í dag
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég spila alltaf í sama íþróttatoppnum
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég á það til að glögga í píluna ef það er eitthvað spennandi og stórmótum í handbolta
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas F50
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég var aldrei neitt spes í efnafræði enda er það hundleiðinlegt
Vandræðalegasta augnablik: Ég var 14 ára þegar ég var skyndilega kölluð inn í 2. flokks hópinn samdægurs til að keppa við ÍBV á útivelli í bikarleik. Leikurinn var að klárast og stefndi í framlengingu, og ég átti að fara inná þá, en rétt fyrir leikslok skoraði ÍBV á síðustu mínútunni þá var ég kölluð af bekknum, kom inná… og um leið og ég steig á völlinn var leikurinn flautaður af, gerist ekki skemmtilegra!
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég myndi bjóða Bruno Fernandes, Alex Ferguson og Amorim og fara yfir stóru málin fyrir hönd stuðningsmanna
Bestur/best í klefanum og af hverju: Það væri dj-inn okkar hún Selma Dögg, hún er alltaf að spila bangera í klefanum og svo er hún helvíti fyndinn
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi henda Erlu Karitas í Survivor þar sem hún er mjög heimakær, hún myndi hafa gott af því að þurfa lifa af á eyju með fólki sem hún þekkir ekki neitt og aftur á móti væri comedy að horfa á hana vera þarna
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég braut einu sinni báða ökklana mína á sama tíma á trampólíni og svo ári síðar braut ég annan ökklann aftur á trampólíni.. Eftir það byrjaði ég að læra af mistökum mínum
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ætli það sé ekki hún Ísabel sem kom til okkar í vetur, ekkert eðlilega skemmtileg gella og algjör töffari og svo skemmir ekki fyrir að hún er drullu góð í fótbolta
Hverju laugstu síðast: Sagði á æfingu um daginn þegar við vorum að hlaupa að þetta væri easy, mind over matter dæmi
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaupin hjá Skarpa þjálfara hvort sem það er á Langasandi, æfingasvæði eða inní höll, það er ekki fyrir viðkvæma
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Madeleine McCann hvað varð um hana, þetta mál lifir rent free í hausnum á mér
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Mæta í sumar bæði á heimaleiki og útileiki, ykkar stuðningur skiptir okkur miklu máli og við lofum ykkur veislu!
Athugasemdir