Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
banner
   fös 02. maí 2025 18:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Díaz mun ræða við Liverpool eftir tímabilið
Mynd: EPA
Luis Diaz mun ræða við Liverpool um framlengingu á samningi sínum þegar tímabilinu lýkur.

Diaz spilaði sinn 100. leik fyrir liðið í 5-1 sigri gegn Tottenham sem tryggði liðinu titiliinn. Hann fagnaði þeim áfanga með því að skora fyrsta mark leiksins.

Hann á tvö ár eftir af samniingi sínum en hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og Sádí-Arabíu.

„Fólk kastar pening og segir að það yrði gríðarlega góðar fréttir ef hann myndi skrifa undir nýjan samning svo segja aðrir að þetta sé góður tími til að selja hann," sagði Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports.

„Hann hefur verið einn besti vinstri vængmaðurinn á tímabilinu. Hann er ekki alveg í sama gæðaflokki og Sadio Mane en hversu margir eru þar svo sem."

Diaz gekk til liðs við Liverpool frá Porto í janúar 2022 fyrir 37 milljónir punda. Hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn og tvisvar unnið enska deildabikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner