Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 19:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Isak er ekki til sölu
Mynd: EPA
Alexander Isak, framherji Newcastle, er mjög eftirsóttur en hann hefur verið orðaður við Liverpool.

Hann hefur skorað 61 mark í 106 leikjum fyrir Newcastle, þar af 26 mörk í 39 leikjum á þessari leiktíð.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, vonast til að styrkja hópinn í sumar. Liðið er í harðri Meistaradeildarbaráttu en liðið heimsækir Brighton um helgina.

„Hann er ekki til sölu að mínu mati. Ég vil byggja upp hópinn og vera með eins sterkan hóp og hægt er fyrir næsta tímabil. Það er mikið hérna til að hlakka til, síðustu leikirnir eru risastórir fyrir okkur. Ef við getum bætt við nokkrum leikmönnum í fyrsta sinn í dágóðan tíma er það þvílíkur munur," sagði Howe.


Athugasemdir
banner
banner