„Mjög svekktur því að við mætum bara ekkert í Kaplakrika og bara sanngjarn sigur hjá FH í dag." sagði svekktur Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals eftir tapið gegn FH 4-0 í Kaplakrika í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 3 - 0 Valur
„Ég hef ekki svar. Þegar lið kemur svona út og alla daga í vikunni erum við að tala og vinna í að það þarf að mæta svona liði sem er að berjast fyrir lífi sínu og grunnatriði leiksins verða að vera í lagi og þegar þú ert ekki mættur í þessa baráttu þá færðu ekkert út úr leiknum og því miður í dag frá fyrstu til síðustu mínútu að þá vorum við bara ekki klárir í dag í þessa baráttu."
„Við hefðum geta gert 10 skiptingar í hálfleik það var enginn verri en hinir, við reyndum aðeins að hrista upp í þessu, fá ferskar lappir inn og breyta aðeins um leikkerfi en þegar hjarta og sál er ekki til staðar þá færðu ekkert til baka úr leiknum."
Valur fær ÍA í heimsókn í næstu umferð í Bestu deildinni og Valur verður að gera vel á æfingasvæðinu í vikunni fram að þeim leik.
„Engin spurning við erum búnir að gera þetta hingað til og í allan vetur og vikan líka búin að líta vel út, við vorum að leggja okkur þvílíkt fram og vissum nákvæmlega hvernig leikurinn myndi spilast í dag en í dag náðum við ekki að svara því og það eru mikil vonbrigði."