Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   mið 04. júní 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Ísak Bergmann: Þurfti að slökkva á samfélagsmiðlum
Ísak Bergmann á landsliðsæfingu í Skotlandi.
Ísak Bergmann á landsliðsæfingu í Skotlandi.
Mynd: KSÍ
Mynd: Köln
Ísak Bergmann Jóhannesson skapaði mikla reiði meðal stuðningsmanna Fortuna Dusseldorf þegar hann skrifaði undir hjá erkifjendunum í Köln á dögunum.

Ísak er staddur í Skotlandi þar sem íslenska landsliðið mun leika vináttulandsleik gegn Skotlandi á föstudag og hann spjallaði við Fótbolta.net á liðshótelinu í dag.

„Það hefur verið mikið í gangi og miklar tilfinningar í gangi. En þetta er gott skref fyrir mig og minn fótboltaferil. Ég er ánægður með að hafa tekið þetta skref," segir Ísak en Köln komst upp í efstu deild Þýskalands á nýliðnu tímabili.

„Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var lítill strákur. Enginn sem ég talaði við ráðlagði mér ekki að taka þetta skref. Ég var mjög náinn stuðningsmönnunum hjá Dusseldorf og vissi að það yrðu mikil læti í kringum þetta. Ég hugsaði þetta fram og til baka en maður þarf hugsa um drauminn, kannski kemur tækifærið ekki aftur. Þetta er Bundesligan, topp fimm deild. Maður hefði séð eftir því ef maður hefði ekki tekið þetta."

Ísak var viðbúinn því að fá skilaboð frá reiðum stuðningsmönnum Dusseldorf.

„Ég þurfti að slökkva á öllum samfélagsmiðlum, slökkva á öllum ummælunum. Þetta var mjög mikið. Ég skil stuðningsmennina fullkomlega en þetta var liðið sem kom (á eftir mér), það var klásúla sem Köln nýtti sér. Þetta er flottur klúbbur sem er að leggja mikið púður í það að gera vel í Bundesligunni. Þetta er það sem ég var að leitast eftir."

Ísak er mjög sáttur við frammistöðu sína á liðnu tímabili. Tölfræðin sýndi að hann var mesti hlaupagikkur þýsku B-deildarinnar.

„Þetta var eitt mitt besta tímabil, það hefði verið gaman að fara nær toppsætunum með Dussdeldorf en það var eins og það var. Ég vann vel fyrir liðið og það er mjög mikilvægt."

Í viðtalinu ræðir Ísak nánar um leikstíl Kölnar og auðvitað um landsleikinn framundan gegn Skotlandi
Athugasemdir
banner