Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
   mið 04. júní 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Ísak Bergmann: Þurfti að slökkva á samfélagsmiðlum
Ísak Bergmann á landsliðsæfingu í Skotlandi.
Ísak Bergmann á landsliðsæfingu í Skotlandi.
Mynd: KSÍ
Mynd: Köln
Ísak Bergmann Jóhannesson skapaði mikla reiði meðal stuðningsmanna Fortuna Dusseldorf þegar hann skrifaði undir hjá erkifjendunum í Köln á dögunum.

Ísak er staddur í Skotlandi þar sem íslenska landsliðið mun leika vináttulandsleik gegn Skotlandi á föstudag og hann spjallaði við Fótbolta.net á liðshótelinu í dag.

„Það hefur verið mikið í gangi og miklar tilfinningar í gangi. En þetta er gott skref fyrir mig og minn fótboltaferil. Ég er ánægður með að hafa tekið þetta skref," segir Ísak en Köln komst upp í efstu deild Þýskalands á nýliðnu tímabili.

„Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var lítill strákur. Enginn sem ég talaði við ráðlagði mér ekki að taka þetta skref. Ég var mjög náinn stuðningsmönnunum hjá Dusseldorf og vissi að það yrðu mikil læti í kringum þetta. Ég hugsaði þetta fram og til baka en maður þarf hugsa um drauminn, kannski kemur tækifærið ekki aftur. Þetta er Bundesligan, topp fimm deild. Maður hefði séð eftir því ef maður hefði ekki tekið þetta."

Ísak var viðbúinn því að fá skilaboð frá reiðum stuðningsmönnum Dusseldorf.

„Ég þurfti að slökkva á öllum samfélagsmiðlum, slökkva á öllum ummælunum. Þetta var mjög mikið. Ég skil stuðningsmennina fullkomlega en þetta var liðið sem kom (á eftir mér), það var klásúla sem Köln nýtti sér. Þetta er flottur klúbbur sem er að leggja mikið púður í það að gera vel í Bundesligunni. Þetta er það sem ég var að leitast eftir."

Ísak er mjög sáttur við frammistöðu sína á liðnu tímabili. Tölfræðin sýndi að hann var mesti hlaupagikkur þýsku B-deildarinnar.

„Þetta var eitt mitt besta tímabil, það hefði verið gaman að fara nær toppsætunum með Dussdeldorf en það var eins og það var. Ég vann vel fyrir liðið og það er mjög mikilvægt."

Í viðtalinu ræðir Ísak nánar um leikstíl Kölnar og auðvitað um landsleikinn framundan gegn Skotlandi
Athugasemdir
banner