Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mið 04. júní 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Ísak Bergmann: Þurfti að slökkva á samfélagsmiðlum
Ísak Bergmann á landsliðsæfingu í Skotlandi.
Ísak Bergmann á landsliðsæfingu í Skotlandi.
Mynd: KSÍ
Mynd: Köln
Ísak Bergmann Jóhannesson skapaði mikla reiði meðal stuðningsmanna Fortuna Dusseldorf þegar hann skrifaði undir hjá erkifjendunum í Köln á dögunum.

Ísak er staddur í Skotlandi þar sem íslenska landsliðið mun leika vináttulandsleik gegn Skotlandi á föstudag og hann spjallaði við Fótbolta.net á liðshótelinu í dag.

„Það hefur verið mikið í gangi og miklar tilfinningar í gangi. En þetta er gott skref fyrir mig og minn fótboltaferil. Ég er ánægður með að hafa tekið þetta skref," segir Ísak en Köln komst upp í efstu deild Þýskalands á nýliðnu tímabili.

„Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var lítill strákur. Enginn sem ég talaði við ráðlagði mér ekki að taka þetta skref. Ég var mjög náinn stuðningsmönnunum hjá Dusseldorf og vissi að það yrðu mikil læti í kringum þetta. Ég hugsaði þetta fram og til baka en maður þarf hugsa um drauminn, kannski kemur tækifærið ekki aftur. Þetta er Bundesligan, topp fimm deild. Maður hefði séð eftir því ef maður hefði ekki tekið þetta."

Ísak var viðbúinn því að fá skilaboð frá reiðum stuðningsmönnum Dusseldorf.

„Ég þurfti að slökkva á öllum samfélagsmiðlum, slökkva á öllum ummælunum. Þetta var mjög mikið. Ég skil stuðningsmennina fullkomlega en þetta var liðið sem kom (á eftir mér), það var klásúla sem Köln nýtti sér. Þetta er flottur klúbbur sem er að leggja mikið púður í það að gera vel í Bundesligunni. Þetta er það sem ég var að leitast eftir."

Ísak er mjög sáttur við frammistöðu sína á liðnu tímabili. Tölfræðin sýndi að hann var mesti hlaupagikkur þýsku B-deildarinnar.

„Þetta var eitt mitt besta tímabil, það hefði verið gaman að fara nær toppsætunum með Dussdeldorf en það var eins og það var. Ég vann vel fyrir liðið og það er mjög mikilvægt."

Í viðtalinu ræðir Ísak nánar um leikstíl Kölnar og auðvitað um landsleikinn framundan gegn Skotlandi
Athugasemdir
banner