Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. júlí 2019 13:09
Magnús Már Einarsson
Robert Blakala í Vestra (Staðfest)
Robert Blakala í leik með Njarðvík í fyrra.
Robert Blakala í leik með Njarðvík í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri hefur samið við pólska markvörðinn Robert Blakala en félagið greindi frá þessu í dag.

Robert varði mark Njarðvíkur í Inkasso-deildinni í fyrra og var sex sinnum valinn í lið umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

Robert er 25 ára gamall en hann spilaði síðast með Bochenski í Póllandi.

Vestri hefur einnig greint frá því að ítalski markvörðurinn Giacomo Ratto baðst lausnar undan samningi á dögunum og hélt hann heim á leið í dag.

Ratto hefur verið varamarkvörður Vestra í sumar en Brentton Muhammad hefur verið aðalmarkvörður.

Vestri er í 3. sæti í 2. deildinni en liðið steinlá óvænt 5-1 gegn KFG í síðustu umferð. Vestri mætir toppliði Leiknis frá Fáskrúðsfirði á heimavelli á laugardag og þar gæti Robert spilað sinn fyrsta leik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner