Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 14:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Fannar að ganga í raðir NEC Nijmegen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson, sem samningsbundinn er Bologna á Ítalíu, æfir þessa dagana með hollenska félaginu NEC Nijmegen.

Andri er tvítugur og var á síðasta tímabili á láni hjá FC Kaupmannahöfn sem varð danskur meistari í vor. Miklar líkur eru taldar á því að hollenska félagið fái Andra í sínar raðir.

Á hollenska miðlinum De Gelderlander er sagt frá því að óljóst sé hvort Andri verði keyptur eða lánaður til NEC en hann æfði í fyrsta sinn með NEC í dag. Líklega verður um lánssamning að ræða.

Andri Fannar er samningsbundinn Bologna fram á sumarið 2025. Hann á að baki sextán leiki fyrir aðallið félagsins og þá á hann að baki níu A-landsleiki. Á síðustu leiktíð kom Andri einungis við sögu í sjö leikjum hjá FCK. Hann er uppalinn í Breiðabliki en skipti yfir til Bologna sumarið 2019.

Sjá einnig:
Tíminn hjá FCK einkenndist af meiðslum - „Svona er fótboltinn"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner