Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. ágúst 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Flosason.
Hallur Flosason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafþór Pétursson.
Hafþór Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson.
Árni Snær Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Steinar er 22 ára gamall miðjumaður sem á að baki 63 leiki í efstu deild. Í þeim leikjum hefur hann skorað níu mörk. Honum vantar tvo leiki upp í að hafa samtals leikið 100 mótsleiki í meistaraflokki, 97 þeirra hefur hann leikið í treyju ÍA.

Steinar lék á sínum tíma þrjá U21 landsleiki. Þegar bikarsaga Steinars er skoðuð sést að hann er með mark oftar en í öðrum hverjum leik að meðaltali. Í dag sýnir Steinar á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Steinar Þorsteinsson

Gælunafn: Stony, Stone og það sem Gulli Jóns notaði mikið var Stonefucker, veit ekki alveg með það

Aldur: 22

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Spilaði fyrsta alvöru leikinn minn á móti KR í Frostaskjólinu árið 2015.

Uppáhalds drykkur: Nocco blast, auto!

Uppáhalds matsölustaður: Galito

Hvernig bíl áttu: Svartur Golf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Var að klára Breaking bad, þannig þeir eru uppáhalds í dag

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake er yfirburða

Fyndnasti Íslendingurinn: Bjarki Valur, Jeppakall69

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, jarðaber og daim

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “kem eftir smá“ frá pabba

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert lið sem kemur upp í hugann

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Árni Snær sem útispilari í ungum gömlum, setti 2 mörk og assist í grímuna á ungum

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef átt nokkra góða en Jói Kalli og Siggi Jóns eru yfirburða að mínu mati

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Gísli Eyjólfsson er illa leiðinlegur

Sætasti sigurinn: Þegar við tryggðum okkur í efstu deild 2018

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki unnið 2.fl allavega einu sinni

Uppáhalds lið í enska: Man utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hafþór Pétursson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann á öðru leveli/ Svo er maður bara að bíða eftir að Jón Þór velji Selmu Dögg í næsta landsliðshóp

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Bjarki Steinn

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Aldís Ylfa Heimisdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sigurður Hrannar fær þann heiður

Uppáhalds staður á Íslandi: Hagamelur

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Kom inná á móti Stjörnunni þegar það voru 10 mín eftir og við að tapa 2-1. Ég var búinn að vera inná í 5 mín þegar Stjörnumaðurinn hleypur á hægri hendina á mér og ég fer úr lið á puttanum. Ég panikkaði enda vísaði puttinn í hina áttina og ætlaði að hlaupa að varamannabekknum og sýna þeim puttann þegar Jói öskraði á mig að halda áfram. Ég var skíthræddur og snéri mér bara við og hélt áfram og kláraði leikinn. Þegar dómarinn flautaði leikinn af hljóp ég til sjúkraþjálfarans og hann sendi mig upp í sjúkrabíl til að kippa honum í lið. Ég kom síðan klukkutíma eftir að leikurinn kláraðist inn í klefa og þá komust allir að því hvað hafði gerst.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Slekk á símanum

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Er aðeins kominn í NFL eftir að hafa verið plataður í fantasy í fyrra

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði er eina fagið sem ég féll í FVA þannig verð að velja það

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég sagði við Hall Flosa að hann væri að missa hárið, greyið brotnaði niður

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Birgir Steinn Ellingsen er fyrsti maður á blað, myndi taka Stefán Teit, bara afþví hann valdi mig í þetta hjá sér og svo tæki ég Hall Flosa til að fá alvöru stemmningu

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef verið málari vikunar tvisvar sinnum hjá Dr football

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Árni Snær Ólafsson, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa manni þegar maður var að koma fyrst upp í meistaraflokk

Hverju laugstu síðast: Það sem ég skrifaði fyrir ofan

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi líklegast spyrja CR7 eitthverja góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner