Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 04. ágúst 2022 23:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Samúel Kári með stórleik - Alex á skotskónum
Samúel Kári
Samúel Kári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska liðið Viking valtaði yfir írska liðið Sligo Rovers 5-1 í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld á heimavelli.

Patrik Sigurður Gunnarsson var í markinu hjá Viking og Samúel Kári Friðjónsson var einnig í byrjunarliðinu.

VIking var 2-0 yfir í hálfleik en Samúel Kári skoraði seinna markið eftir aðeins 8 mínútna leik. Staðan var orðin 4-0 eftir klukkutíma leik og Samúel gerði sér lítið fyrir og lagði upp fjórða markið eftir að hafa átt stóran þátt í þriðja markinu.

Fimmta markið kom síðan undir lok leiksins áður en Sligo náði að klóra í bakkann með marki úr vítaspyrnu.

Alex Þór á skotskónum

Alex Þór Hauksson skoraði eitt mark í 3-1 sigri Öster á Utsikten í efstu deildinni í Svíþjóð. Öster er í 4. sæti eftir 17 umferðir með jafn mörg stig og Brommapojkarna sem situr í 3. sæti.

Í næst efstu deildinni í Noregi töpuðu Íslendingaliðin Start og Sogndal. Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn í 1-0 tapi Start gegn Brann á útivelli.

Hörður Ingi Gunnarsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson voru allir í byrjunarliði Sogndal sem steinlá gegn Sandnes á útivelli 6-0. Sogndal er í 7. sæti með jafn mörg stig og KFUM sem er í sætinu fyrir ofan.

Start er þremur stigum á eftir Sogndal en 3-6 sæti gefur sæti í umspili. Brann er á toppnum og Sandnes í 2. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner