Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   sun 04. ágúst 2024 11:00
Sölvi Haraldsson
Pep þögull - ‚Hann er okkar leikmaður‘
Alvarez varð Evrópumeistari árið 2023 með City.
Alvarez varð Evrópumeistari árið 2023 með City.
Mynd: EPA

Julian Alvarez hefur greint frá því að hann er ósáttur með að fá ekki að spla í stóru leikjunum hjá Manchester City. Hann segist vita það að hann sé að spila flestar mínútur í liðinu en er orðinn þreyttur á því að vera skilinn fyrir utan hóp fyrir stóru leikina.


Alvarez er staddur á Ólympíuleikunum með Argentínu í Frakklandi í dag. Manchester City eru sagðir vilja fá í kringum 70 milljónir punda fyrir framherjann.

Atletico Madrid hefur sýnt mikinn áhuga á Alvarez en einnig hafa Arsenal verið að skoða argentínumanninn.

Pep Guardiola vildi ekki tjá sig mikið um Julian Alvarez á blaðamannafundi eftir 4-2 sigur á Chelsea í nót í Ohio.

Ég hef ekkert að segja. Hann er okkar leikmaður og kemur bráðum til baka. Þegar hann kemur ætla ég að óska honum til hamingju með Copa America og ræða um Ólympíuleikana við hann.‘ sagði Pep Guardiola.

Julian Alvarez sagði frá því að hann ætlar að skoða málin sín betur þegar Ólympíuleikarnir eru búnir. 

Ég er mjög einbeittur hérna því þetta er afar stutt mót. Mér líður vel hjá Manchester City. Ég spila margar mínútur þar en eftir Ólympíuleikana ætla ég að skoða málin mín betur. Fyrst ætla ég að taka mér nokkra daga í frí og fara svo ákveða mig.‘ sagði Alvarez í gær þegar hann var spurður út í framtíð sína hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner