Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   fim 04. september 2014 20:34
Alexander Freyr Tamimi
Hjörtur Hjartar: Er ekki nógu góður fyrir úrvalsdeildina
Hjörtur hjálpaði Skaganum upp í Pepsi deildina.
Hjörtur hjálpaði Skaganum upp í Pepsi deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hjartarson, framherji ÍA, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 2-0 sigri gegn KV á gervigrasinu í Laugardal í kvöld.

,,Þetta var fyrsti sénsinn okkar til að loka þessu, og við vissum svosum að við ættum tvo leiki í viðbót ef við næðum því ekki í dag, en við erum ánægðir að hafa lokað þessu núna og nú einbeitum við okkur að toppsætinu," sagði Hjörtur við Fótbolta.net.

Hjörtur hefur komist þrisvar upp í Pepsi deildina á örfáum árum, tvisvar með Skaganum og einu sinni með Víkingi. 1. deildarlið hljóta að vilja borga honum fúlgur til að hann geti tryggt þau upp um deild?

,,Ég veit nú ekki hvort að nærvera mín í sumar hafi gert útslagið, en ég tel mig þó hafa lagt eitthvað af mörkum. En ég efast nú um að það séu mörg lið sem eru tilbúin að henda einhverjum peningum í gamla manninn," sagði hann léttur.

Hjörtur telur helst til ólíklegt að hann spili með Skagamönnum í Pepsi-deildinni að ári.

,,Það eru fimm ár síðan ég spilaði síðast í úrvalsdeildinni og þá var ég nú orðinn heldur gamall til að spila þar, ég veit nú ekki hversu frískur ég yrði í henni núna. Ég verð fertugur eftir nokkrar vikur. En mér líður ágætlega, skrokkurinn er í fínu lagi, ég held ég sé bara ekki nógu góður til að spila í úrvalsdeildinni, burt sé frá aldri," sagði Hjörtur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner