Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. september 2023 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkastur í 22. umferð - Hafnaði tilboðum erlendis frá
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Eggert Aron Guðmundsson.
Eggert Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert er virkilega efnilegur leikmaður.
Eggert er virkilega efnilegur leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Aron Guðmundsson ákvað að klára tímabilið með Stjörnunni þrátt fyrir mikinn áhuga erlendis frá. Það er mikil lukka sem fylgir því fyrir Stjörnuna sem er allt í einu í baráttu komið í baráttu um Evrópusæti.

Eggert Aron, sem er einn allra efnilegasti leikmaður landsins, er sterkasti leikmaður 22. umferð Bestu deildarinnar í boði Stepystöðvarinnar. Eggert fór fyrir sínu liði í 3-0 sigri gegn Keflavík en Stjarnan er í fjórða sæti þegar deildin skiptist. Góður möguleiki er á því að það sæti gefi þáttökurétt í Evrópukeppni á næsta tímabili.

„Eggert lagði upp fyrsta markið og skoraði annað markið, geggjaður í dag. Einn skemmtilegasti leikmaður deildarinnar, fáir betri að taka menn á en hann í deildinni," skrifaði Kári Snorrason í skýrslu sinni frá leiknum.

Kári ræddi svo við Eggert eftir leikinn. „Þetta var flott, sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Seinni hálfleikur hefði getað verið betri hjá okkur. Við fórum á þeirra plan, þetta er eitthvað sem við viljum ekki gera í framtíðinni," sagði Eggert.

Eggert, sem er 19 ára gamall fjölhæfur miðjumaður, verður í næsta verkefni hjá U21 landsliðinu, eins og nokkrir félagar hans úr U19 landsliðinu sem fór á Evrópumótið í sumar.

„Ég get ekki beðið eftir að hitta strákana, þetta eru tveir leikir sem við mætum í og gerum okkar besta þá vinnum við leiki."

Það hefur verið mikill áhugi á Eggerti en hann tók sjálfur ákvörðun um að hafna tilboðum og klára tímabilið með uppeldisfélagi sínu.

„Ég held að áhuginn sé það mikill að hann er öruggur," sagði Sæbjörn Þór Steinke í Innkastinu þegar rætt var um Eggert. „Ég ætla að vona að hann sé með gott fólk í kringum sig sem er að leiðbeina honum í þessu, að hann sé ekki bara að ákveða þetta heima í PlayStation," sagði Valur Gunnarsson.

„Miðað við það af hvaða ættum hann er, þá efast ég um það. Fyrir þá sem ekki vita þá er Eggert Magnússon, fyrrum eigandi West Ham, afi hans," sagði Elvar Geir Magnússon.

Sterkustu leikmenn:
21. umferð - Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
20. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
19. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
18. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Innkastið - Vonir KA fuku, ÍA á toppnum og byrjunarlið Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner