Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
   sun 04. október 2020 19:23
Baldvin Már Borgarsson
Rúnar Páll: Fjölnismenn hafa spilað vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll var sáttur með sigur sinna manna gegn Fjölni fyrr í dag. Stjarnan tók á móti Fjölnismönnum á Samsungvellinum í Garðabæ í Pepsi Max deild karla og fór með 1-0 sigur af hólmi eftir mark frá Hilmari Árna úr vítaspyrnu undir lok leiks.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Fjölnir

„Gríðarlega mikilvægur sigur, við urðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að vera með í þessu.''

„Þetta var bara sigur, mér er alveg sama hvort sigur sé eitthvað tæpur, við skoruðum í venjulegum leiktíma og um það snýst málið. Þetta var erfitt, við sköpuðum ekki mikið af færum og Fjölnismenn gerðu þetta erfitt, þeir hafa spilað vel í sumar þrátt fyrir að hafa ekki fengið úrslit en við komum inn marki í venjulegum leiktíma sem var frábært og við gefumst ekkert upp, við höfum sýnt það í sumar.''


Ævar Ingi er að koma til baka, hvað gefur það Stjörnunni?

„Þú sérð það bara þessar mínútur sem hann spilar hérna, það er kraftur í honum, hann er gríðarlega áræðinn og fljótur. Það gefur okkur bara ennþá meiri breidd í hópinn og vonandi helst hann heill það sem eftir er vetrar.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar betur um leikinn, leikmannahópinn, meiðsli og þær sögusagnir um breytingar í Garðabænum eftir tímabil.
Athugasemdir
banner
banner