Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   þri 04. október 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Koulibaly: Mikilvægast að Giroud skori ekki og að við vinnum
Mynd: Getty Images
Kalidou Koulibaly, leikmaður Chelsea, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir Meistaradeildarleik Chelsea og AC Milan sem fram fer á morgun.

Koulibaly var keyptur til Chelsea frá Napoli í sumar og þekkir því vel til ítalska boltans. Hjá AC Milan er Olivier Giroud sem er fyrrum leikmaður Chelsea.

„Hann er mjög góður leikmaður. Hann sýndi það í Serie A á síðasta ári, skoraði mörg mörk. Hann gerði það sama hjá Chelsea. Hann er hættulegur framherji og þú verður alltaf að vera meðvitaður hvar hann er. Við varnarmennirnir munum eiga erfiðan leik en við verðum klárir. Mikilvægast á morgun er að hann skori ekki og að við vinnum," sagði Koulibaly.

Hann hefur ekki spilað í fyrstu leikjunum undir Graham Potter en hann hefur ekki áhyggjur af því. „Tími minn mun koma. Ég er að gera mitt besta á æfingasvæðinu til að sýna honum að hann geti notað mig á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner