Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fös 04. október 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Kvenaboltinn
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega spennt. Það er langt síðan ég hef verið svona ótrúlega spennt að spila fótboltaleik. Ég get bara ekki beðið," sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Breiðablik er einu stigi á undan Val fyrir leikinn.

Þessi leikur hefur verið í uppsiglingu síðustu vikur en bæði lið hafa staðist flest próf til að komast hingað. Blikaliðið hefur verið að spila hreint út sagt stórkostlega síðustu vikur.

„Þetta hefur verið sama sagan með þessi tvö lið síðustu ár en loksins fáum við svona leik. Þetta hefur ekki verið of mikil spenna síðustu ár. Við þekkjum þær vel og kunnum ágætlega inn á þeirra veikleika og styrkleika. Við þurfum að mæta vel tilbúnar."

Hvernig hefur andrúmsloftið verið í hópnum fyrir þennan leik?

„Andrúmsloftið hefur bara verið mjög gott. Það hefur verið góður andi í allt sumar. Við höfum verið að fara inn í leikina í úrslitakeppnina sem einn úrslitaleik fyrir sig. Það hefur gengið vel. Ég finn mjög góða orku í hópnum."

Komið sterkar inn
Blikar töpuðu síðasta leik sínum á Hlíðarenda, 0-1. Margt hefur breyst frá þeim leik en Agla María Albertsdóttir hefur komið til baka úr meiðslum og þá gengu Samantha Smith og Kristín Dís Árnadóttir í raðir Blika. Þær hafa allar verið stórkostlegar síðustu vikur.

„Agla María er ótrúlega góður leikmaður og íþróttamaður. Hún hugsaði fáránlega vel í þessum meiðslum og það var mjög gott að fá hana inn aftur. Hún er leiðtogi í hópnum. Sammy hefur passað rosalega vel inn í hópinn. Það ekki sjálfgefið að fá útlending inn í liðið... þetta getur verið besti leikmaður í Evrópu en passar ekki inn í liðið og á erfitt með að tengja við leikmenn en það hefur ekki verið staðan með hana. Mér finnst frábært hvað hún hefur smellpassað inn í hópinn, eins og flís við rass," sagði Ásta.

Það verði fleiri Blikar
Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum. Væri ekki bara skandall ef það verður áhorfendamet?

„Það væri bara mjög mikill skandall. Ég trúi ekki öðru en að það verði full stúka hérna, og það verði fleiri Blikar. Maður veit ekkert hvenær svona leikur kemur aftur. Ég trúi ekki öðru en að það verði biluð stemning og svo fagnað í lokin."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner