
Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur opinberað hópinn fyrir heimaleik gegn Aserbídsjan 10. október og svo leik gegn Íslandi annan mánudag á Laugardalsvelli.
Það vantar marga öfluga leikmenn í franska hópinn en þar á meðal er Ballon d’Or gullboltahafinn Ousmane Dembele. Einnig eru Desire Doue, Rayan Cherki, Randal Kolo Muani og Marcus Thuram fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Það vantar marga öfluga leikmenn í franska hópinn en þar á meðal er Ballon d’Or gullboltahafinn Ousmane Dembele. Einnig eru Desire Doue, Rayan Cherki, Randal Kolo Muani og Marcus Thuram fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Jean-Philippe Mateta framherji Crystal Palace er í fyrsta sinn valinn í franska A-landsliðið en hann hefur þó spilað fyrir Ólympíulið Frakklands.
Eduardo Camavinga er valinn aftur en hann spilaði síðast í Þjóðadeildinni. Miðvörðurinn William Saliba hjá Arsenal kemur einnig inn en hann missti af fyrri leiknum gegn Íslandi, sem Frakkar unnu 2-1 í París, vegna ökklameiðsla.
Markverður: Lucas Chevalier (PSG), Mike Maignan (AC Milan), Brice Samba (Rennes)
Varnarmenn: Lucas Digne (Aston Villa), Malo Gusto (Chelsea), Ibrahima Konaté (Liverpool), Jules Koundé (Barcelona), L. Hernandez (PSG), T. Hernandez (Al-Hilal), William Saliba (Arsenal), Dayot Upamecano (Bayern München)
Miðjumenn: Eduardo Camavinga (Real Madrid), Manu Koné (Roma), Michael Olise (Bayern Munich), Adrien Rabiot (Milan), Khephren Thuram (Juventus).
Sóknarmenn: Maghnes Akliouche (Monaco), Bradley Barcola (PSG), Kingsley Coman (Al-Nassr), Hugo Ekitike (Liverpool), Jean-Philippe Mateta (Crystal Palace), Kylian Mbappé (Real Madrid), Christopher Nkunku (Milan).
Athugasemdir