Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   mið 01. október 2025 23:52
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þrjú stig voru lífsnauðsynleg fyrir okkur í þeirri baráttu sem við erum í , þannig að það var gott að ná þeim og fjögur góð mörk, það er gott" sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH eftir sigur gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  4 FH

„Mér fannst hún á löngum köflum góð, eins og ég sagði fjögur góð mörk, við fáum á okkur þrjú mörk og maður þarf að velta vöngum af hverju, svo skoðar maður tímasetningarnar á mörkunum þá er það klárlega eitthvað með fókspunkt að gera, við fáum fyrsta markið á okkur í upphafi leiks, það kalla ég slakur fókus punktur, við fáum mark á okkur á fertugustu og þriðju mínútu, þegar það er mjög stutt í hálfleikinn, það er skortur á fókuspunkt, við fáum mark á nítíustu og annari það er líka skortur á fókuspunkt. Það var ekki nógu gott, en sem betur fer í dag þá gerum við fjögur mörk það gerir það að verkum að við vinnum leikinn" sagði Guðni um spilamennskuna í dag.

Ef maður súmmerar leikinn upp þá skoriði fjögur og missið fókusinn þrisvar og fáið þrjú mörk á ykkur?

„Í raun og veru, eins og ég segi, tímasetning marka gefa eitthvað til kynna og mér finnst það liggja í hug upp að það var skortur á fókus þegar þessi mörk koma, en ég er ekki að horfa á það ég er að horfa á fjögur góð mörk FH liðsins og ég er að horfa á flotta frammistöðu á löngum köflum í leiknum, við vinnum leikinn og tökum þrjú stig, við erum í öðru sæti í deildinni, það er jákvætt".

„Nei nei, ég segi það ekki, mér fannst við vera með góð tök á löngum köflum en það voru samt móment í seinni hálfleik þar sem Stjarnan var ógna okkur meira, þannig að fjórða markið skiptir sköpum í stöðunni 3-2, þá var aðeins herjað á okkur og Stjarnan var að ógna, við slökktum svolítið í þeim með fjórða markinu, það er alveg þannig þá gat maður andað léttar og farið og klárað leikinn" sagði Guðni um tök FH á leiknum.

„Ég held að þær séu með tærnar upp í loft og hlæja að liðunum fyrir neðan sig, þær eru það langt á undan okkur hinum, þannig að þær hljóta að klára sitt, þær þurfa ekki að hugsa eða horfa á hvorki á FH liðið eða Þrótt eins og staðan er núna, við þurfum bara að hugsa um okkur, það er eina sem við getum gert það er að reyna að sækja þau stig sem eru í boði og það er hörku leikur á sunnudag á móti flottu liði Þrótti sem við erum í baráttu við, það er eina sem ég er að hugsa og FH liðið er næsti leikur á móti Þrótti, það er ekkert annað sem kemst að í okkar huga" sagði Guðni um baráttuna við Breiðablik.

„Við þurfum að vera með gott orkustig, við þurfum svolítið að horfa í hvernig við mættum þeim síðast þegar við vinnum góðan sigur á heimavelli síðast, við erum á heimavelli, við eigum að verja vígi okkar, við þurfum að vera með gott orkustig, tilbúnar í fæting, þetta verður fætingur og við þurfum að vera tilbúnar í það að berjast fyrir þessum þremur stigum, við fengum þrjú stig og Þróttur með þrjú stig, þetta verður vonandi þvílík skemmtun á sunnudaginn og það að það verði fullt af Þrótturum á vellinum og fullt af FHingum og það verður góð stemming og góð umgjörð í kringum þennan leik, hann er eins og staðan er akkúrat núna stór fyrir bæði lið" sagði Guðni um næsta leik FH gegn Þrótti.


Athugasemdir
banner