Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   mið 01. október 2025 22:48
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Bara vel, þetta var erfiður leikur, hörku leikur, það er alltaf hörku leikur að mæta Stjörnunni en mér líður bara frábærlega" sagði Thelma Karen Pálmadóttir eftir 3-4 útisigur gegn Stjörnunni.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  4 FH

„Fyrri hálfleikur var 50/50, þetta var það sem við máttum búast við en í seinni fannst mér við alveg taka yfir leikinn, mér leið miklu betri í seinni og við héldum miklu betri í boltann og það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið" sagði Thelma um spilamennsku liðsins.

„Það gerist ótrúlega hratt, ég keyrði á hana og það er það sem maður þarf að gera þegar maður er kominn einn í gegn og hugsa um að leggja boltann í netið svo" sagði Thelma um mörkin tvö sem hún skoraði.

„Jú það er alltaf gaman, já Breiðablik tapar tveim leikjum í röð en okkar áhersla er núna á að vinna næstu leiki og klára þetta mót með stæl" sagði Thelma um baráttuna um toppinn.

„Það er hörku leikur næsta leik, við eigum Þrótt og við vitum alveg hvað þær geta, þannig að það verður skemmtilegur og spennandi leikur, við þurfum að undirbúa okkur virkilega vel og bara alla sem eftir er" sagði Thelma um næsta leik gegn Þrótti.


Athugasemdir
banner