
„Bara vel, þetta var erfiður leikur, hörku leikur, það er alltaf hörku leikur að mæta Stjörnunni en mér líður bara frábærlega" sagði Thelma Karen Pálmadóttir eftir 3-4 útisigur gegn Stjörnunni.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 4 FH
„Fyrri hálfleikur var 50/50, þetta var það sem við máttum búast við en í seinni fannst mér við alveg taka yfir leikinn, mér leið miklu betri í seinni og við héldum miklu betri í boltann og það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið" sagði Thelma um spilamennsku liðsins.
„Það gerist ótrúlega hratt, ég keyrði á hana og það er það sem maður þarf að gera þegar maður er kominn einn í gegn og hugsa um að leggja boltann í netið svo" sagði Thelma um mörkin tvö sem hún skoraði.
„Jú það er alltaf gaman, já Breiðablik tapar tveim leikjum í röð en okkar áhersla er núna á að vinna næstu leiki og klára þetta mót með stæl" sagði Thelma um baráttuna um toppinn.
„Það er hörku leikur næsta leik, við eigum Þrótt og við vitum alveg hvað þær geta, þannig að það verður skemmtilegur og spennandi leikur, við þurfum að undirbúa okkur virkilega vel og bara alla sem eftir er" sagði Thelma um næsta leik gegn Þrótti.