City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KSÍ hrifið af Þrótti - Amir Mehica í teymi kvennalandsliðsins
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur tilkynnt um ráðningu á Amir Mehica sem markmannsþjálfara kvennalandsliðsins.

Amir tekur við starfinu af Ólafi Péturssyni sem hætti eftir EM eftir tólf ár í starfi.

Amir er markmannsþjálfari karlaliðs Þróttar og er hann annar aðilinn í þessari viku sem KSÍ fær frá Þrótti því áður hafði Ólafur Kristjánsson verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Amir mun halda áfram hjá Þrótti en Óli hættir hjá Þrótti eftir tímabilið.

Þeir Amir og Óli eru því komnir inn í þjálfarateymi Þorsteins Halldórssonar. Framundan hjá kvennalandsliðinu eru umspilsleikir í Þjóðadeildinni gegn Norður-Írlandi.

Tilkynning KSÍ
Amir Mehica hefur verið ráðinn í stöðu markmannsþjálfara A landsliðs kvenna.

Áður hafði KSÍ tilkynnt um ráðningu Ólafs Helga Kristjánssonar sem aðstoðarþjálfara og með ráðningu Amirs hefur nú verið fyllt í lausar stöður í þjálfarateyminu. Þorsteinn Halldórsson er sem kunnugt er aðalþjálfari liðsins og Gunnhildur Yrsa er þrekþjálfari.

Amir er reynslumikill þjálfari sem er með UEFA A gráðu í markmannsþjálfun. Hann þjálfaði markverði hjá Aftureldingu um nokkurra ára skeið, þjálfar nú hjá Þrótti R. og mun halda því starfi áfram, og hefur auk þess verið markmannsþjálfari í yngri landsliðum hjá KSÍ síðustu ár.

Fyrsta verkefni Amirs með A landsliði kvenna verða komandi umspilsleikir gegn Norður-Írlandi 24. október ytra og 28. október á Laugardalsvelli.

KSÍ býður Amir velkominn til starfa.
Athugasemdir
banner
banner