City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 08:40
Elvar Geir Magnússon
City og Real með augu á Olise - Bentancur með penna í hendi
Powerade
Michael Olise er fyrrum leikmaður Crystal Palace.
Michael Olise er fyrrum leikmaður Crystal Palace.
Mynd: EPA
Rodrigo Bentancur.
Rodrigo Bentancur.
Mynd: EPA
Á hverjum degi skyggnumst við inn í slúðurheima í boði Powerade. Fyrrum leikmaður Crystal Palace er orðaður við Man City og Real Madrid og Tottenham er að framlengja við einn af sínum mönnum.

Manchester City og Real Madrid eru með augastað á franska vængmanninum Michael Olise (23) en Bayern München íhugar að bjóða honum nýjan og endurbættan samning. (TeamTalk)

Tottenham er að ná samkomulagi við Rodrigo Bentancur (28) um nýjan samning en núgildandi samningur úrúgvæska miðjumannsins rennur út næsta sumar. (Athletic)

Arsenal er tilbúið að bjóða Bukayo Saka (24) yfir 250 þúsund pund í vikulaun í nýjum samningi. (TalkSport)

Southampton hyggst bjóða enska miðjumanninum James Ward-Prowse (30) hjá West Ham möguleika á að snúa aftur til félagsins í janúar. Ward-Prowse er í kuldanum hjá Nuno Espirito Santo. (GiveMesport)

Bayern München vill halda senegalska sóknarmanninum Nicolas Jackson (24) sem er á láni frá Chelsea. (TBR)

Chelsea er bjartsýnt á að geta keypt franska markvörðinn Mike Maignan (30) frá AC Milan. (ASRomalive)

Tottenham, West Ham og Nottingham Forest hafa áhuga á argentínska sóknarmanninum Mateo Pellegrino (23) en ítalska félagið vill ekki selja hann í janáurglugganum. (TuttoSport)

Liverpool gæti verið tilbúið að hleypa varnarmanninum Joe Gomez (28) burt í janúar ef félagið finnur mann í hans stað. AC Milan hefur áhuga á Gomez. (Caughtoffside)

Porto fylgist grannt með vængmanninum Tommy Watson (19) hjá Brighton. Félagið gerði lánstilboð í leikmanninn á gluggadeginum en því var hafnað. (Football Insider)

AC Milan hefur áhuga á pólska sóknarmanninum Robert Lewandowski (37) hjá Barcelona. (Sport)

Argentínski sóknarmaðurinn Julian Alvarez (25) segir að hann láti orðróm um Barcelona ekki hafa áhrif á sig og að einbeiting hans sé á að vinna leiki með Atletico Madrid. (ESPN)

Bandaríski viðskiptamaðurinn John Textor, sem nýlega seldi hlut sinn í Crystal Palace, hefur fundað um möguleg kaup á Sheffield Wednesday en félagið á í miklum fjárhagsörðugleikum. (Mail)
Athugasemdir