City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Höjlund: Þetta var ekki á bingóspjaldinu
Mynd: EPA
Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund skoraði bæði mörk Napoli er liðið lagði Sporting að velli, 2-1, í Meistaradeild Evrópu í gær, en þetta er eitthvað sem Höjlund gat ómögulega spáð fyrir um.

Höjlund gekk í raðir Napoli á láni frá Manchester United í sumar og þá kom Kevin De Bruyne á frjálsri sölu frá nágrönnum United í Manchester City.

De Bruyne lagði upp bæði mörkin fyrir Höjlund í leiknum er Napoli vann sinn fyrsta Meistaradeildarleik á tímabilinu.

„Höjlund skoraði tvö mörk í Meistaradeildinni eftir tvær stoðsendingar frá Kevin De Bruyne er ekki eitthvað sem var á bingóspjaldinu mínu fyrir árið 2025,“ skrifaði Höjlund á Instagram.

Daninn hefur skorað þrjú mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með liðinu og líður greinilega vel í Napolí eftir vonbrigðatíma í Manchester.



Athugasemdir
banner