Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur trú á því að mörkunum muni fljótlega byrja að flæða hjá Viktor Gyökeres framherja liðsins.
Sænski framherjinn hefur ekki skorað í síðustu fimm leikjum, fimmti leikurinn var gegn Olympiakos í Meistaradeildinni í gær. Hann átti þó stóran þátt í marki Gabriel Martinelli sem kom Arsenal yfir í leiknum og komst í gott færi.
Sænski framherjinn hefur ekki skorað í síðustu fimm leikjum, fimmti leikurinn var gegn Olympiakos í Meistaradeildinni í gær. Hann átti þó stóran þátt í marki Gabriel Martinelli sem kom Arsenal yfir í leiknum og komst í gott færi.
„Það sem ég skynja er að hann er að gera betri og betri hluti með hverjum leiknum. Hann var stoppaður nokkrum sinnum og skaut í stöninga, en mér fannst frammistaðan framúrskarandi," sagði Arteta eftir leik.
„Hann lagði mikið á sig, við viljum að hann skori mörk, en ef hann gerir þá ekki, þá að gera allt sem hann getur fyrir liðið því hann hjálpar því mikið."
„Ég veit ekki hvort hann skori gegn West Ham, en vonandi," sagði Arteta.
Athugasemdir